Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Qupperneq 17

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Qupperneq 17
orsökum. Skipstjórinn á Tryggva gamla snaraðist að talrörinu, flautaði niður og bað Þorstein Ámason 1. vélstjóra, um mestu mögulega ferð. Nú væri um lífið að tefla. Hann skipaði rórmanninum að Ieggja á stýrið í bakborða, og Tryggvi gamli titraði undan átökum vélarinnar og hafrótsins og tók sjó inn að lúgum, er hann lagðist undan veðrinu og skreið framhjá skipinu í nokkurra rnetra fjar- lægð. Við glætuna frá Ijósunum sáu þeir lit skipsins, svo nærri var það. Meðan Tryggvi gamli lá undan veðrinu, var mikil hætta á brotsjó. Þeir voru komnir vel framhjá hinu skipinu, þegar skipstjóri lét setja beint upp í veðrið og hægði örlítið á vélinni. Skipið fór yfir vind, sló yfir til stjómborðs, og eftir andartak reið á það brotsjór bakborðsmegin, sem tók bak- borðs lanternuna fyrir borð og braut næstum alla gluggana í stýrishúsinu. Stýr- ishúsið fylltist af sjó. Þeir höfðu snör handtök við að negla fyrir brotnu glugg- ana, en höfðu rifur, svo að sjá mátti út. Mennirnir, sem höfðu unnið við að koma kolum og salti og öðru aftur á sinn stað í skipinu, héldu sig aðallega aftur í vélar- rúmi þar sem ófært var eftir skipinu fram í lúkarinn. Þeir höfðu oft lent í slæmum veðrum á Halanum þennan vetur, en aldrei í slíkum ofsa samfara gaddhörku frosti. Ef allt færi að líkum ætti rokinu nú senn að slota. I brúnni voru allir gallaðir nema skipstjóri, sem blotnaði og kólnaði fljótt. Þegar skímaði þennan úrsvala sunnu- dagsmorgun, var veðrið ennþá I ofsa ham. Hvítfextar öldur risu og hnigu. Brotsjóir æddu og féllu, og straumhnútar, sem skyndilega tóku sig upp, fóru með ofsa- hraða þvert úr ieið, og enginn vissi, hvort þeir myndu hníga í djúpið eða hitta fyrir fley og veita því banvæn högg. Þeir á Tryggva gamla höfðu búizt við því, að það myndi lygna með morgninum, en það reyndust tálvonir. Skipinu var haldið upp í veður og sjó á fullri ferð, og kynd- ararnir máttu hafa siga alla við eins og á stífri Englandssiglingu að halda uppi dampinum. Gulltoppur í brotsjóum Það verður eigi skilist svo við að segja frá Halaveðrinu að ekki sé birt a.m.k. ein frásögn, eða saga úr einu skipi, er frá veðrinu komst. Fyrir valinu verður togar- inn GuIItoppur, en skipstjóri þar var Jón Högnason, sem enn lifir í háum aldri, þegar þetta er ritað, f. 13. febrúar 1891. Frásögnina ritaði Sveinn Sæmundsson, eftir honum sjálfum, og nokkrum skip- verjum hans og fer hún hér á eftir, nokkuð stytt með leyfi höfundar: í birtingu á Iaugardagsmorguninn hafði togarinn Gulltoppur verið að veiðum í tvo sólarhringa. Þeir toguðu á 110 faðma dýpi, og þegar híft var upp, var afii rýr. Þannig hafði það verið síðan veiðiförin hófst. Þeir köstuðu aftur og toguðu vestur eftir, og þegar híft var upp rétt fyrir há- degi, var sami reytingurinn, en nú var veðurtekið að spillast, kominn stormur af suðaustri og sjór tvíátta. Jón Högnason skipstjóri sagði körlunum að taka trollið inn og gera sjóklárt á þilfari. Sverre Smith loftskeytamaður tók á móti veðurfréttum um morguninn. Hann spáði norðaustan roki fram eftir deginum, en myndi snúast í vestrið um kvöldið. Jón skipstjóri hugsaði sér að láta reka vestur eftir meðan ekki væri veiðiveður, cn reyna síðan í Víkur- álnum eftir að veður skánaði. Þeir bundu vörpuna vandlega og pokann frammi á hvalbak. Tóku niður fiskkassann og strengdu trollvíra yfir hann með togvind- unni. Lifrartunnur í göngum voru vand- lega súrraðar og eins þær sem tómar voru á bátaþilfari. Það leit út fyrir, að þeir á Leifi heppna hefðu fiskað allra skipa bezt þennan sólarhring. Gulltoppur fór fram hjá þeim kl. 3 eftir hádegi. Þeir á Gull- toppi voru að sjóbúa, en á Leifi stóðu hásetarnir í aðgerð, og Guðmundur Ás- bjömsson þekkti þar bróður sinn, og þeir veifuðu í kveðjuskyni. Eftir að gengið hafði verið frá á þilfarinu fór skipstjórinn niður og lagði sig og svo þeir, sem ekki áttu störfum að sinna, en í brú og véla- rúmi voru gengnar vaktir, og Ragnar Guðlaugsson bryti sagði Sigurði Gutt- ormssyni aðstoðarmatsveini að gera vel sjóklárt í eldhúsinu, því að hann myndi velta, er kæmi fram á daginn og kastar- holumúsík varalltannað en skemmtileg. Látið reka Þeir létu reka fyrst um sinn, en þegar norðanveðrið skall á síðdegis, varskipinu haldið upp í á hálfri ferð, en sló oft undan, og þeir voru talsverða stund að ná því upp í á ný. Þeir voru þarna utarlega á Hal- anurn, og sjórinn óx mjög eftir að hvessti. Þeir töluðu um það í brúnni, að þýzkbyggðu togararnir eins og Gulltopp- ur væru stöðugari en þeir enskbyggðu. Skipið varði sig prýðilega allan daginn. Þeir höfðu búizt við að hann mundi hvessa fram eftirdegi en síðan myndi veð- urspáin rætast. Allir vissu samt. hve erfitt starf Veðurstofunnar var. Bylurinn sortn- aði, og þegar dimmdi, var orðið ofsarok og stórsjór og fór sýnilega vaxandi. Þeir urðu að viðhafa mikla gætni, er þeir fóru um skipið, og tjórir ungir menn, viðvan- ingar, sem voru þarna í sínum fyrsta túr, spurðu eldri menn, hvort þetta væri vana- legt. Jú, þetta kom svo sem oft fyrir, sögðu þeir og engin ástæða til að kvíða. Vilhelm I. vélstjóri hafði farið niður í vélarúm nokkru áður en hann átti vakt. Sigurgeir Jónsson aðstoðarmaður í vél var 2. vél- stjóri í þessari ferð. Kyndaranum gekk vel að halda gufuþrýstingi, hann var í há- marki, og niðri varallt í röð og reglu. Það var um tíuleytið um kvöldið. Frið- finnur Kjærnested 1. stýrimaður var að fara í stakkinn í ganginum fyrir framan eldhúsið. Hann átti vakt klukkan tíu. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVlK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.