Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Side 20

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Side 20
Togarinn Tryggvi gamli. kælivatni, og hann varð að draga af. Hann flautaði upp og sagði skipstjóranum frá ástandinu. Þeir yrðu að stanza. í því kom kyndarinn framan úr kyndistöðinni. Hann var mjög miður sín, sagðist halda, að gat væri komið á botn skipsins og sjórinn fossaði inn. Vilhelm brá allmjög við, en flýtti sér fram í kyndistöðina. Hann sá strax, að þar var ekki eins illt í efni og pilturinn hafði sagt, og sem betur fór var skipið heilt, þótt allmikill sjór væri þar. Reynt að bjarga skipinu með því að rétta það Frammi í hásetaklefanum voru flestir hásetanna sofandi. Þeir vöknuðu við vondan draum er skipið kastaðist til að nokkrir þeirra hentust fram úr kojunum. og um leið féll kolblár sjór niður lúkars- stigann. Elzti maðurinn á skipinu, Sigurð- ur Pálsson, var vakandi. Hann flýtti sér að stiganum, ætlaði upp, sennilega til að loka efri hurðinni, en um stund var sjóstrokan, sem fossaði niður, sterkari. Mennimir flýttu sér í einhverjar spjarir og suntir í hlífðarföt og fóru upp. Þeir sáu, að skipið var gjörsamlega á hliðinni og sjór féll inn á lúgur aftar á þilfarinu. Þeir stóðu og héldu sér i hlé við hvalbakinn og ráðguð- ust um, hvað til bragðs skyldi taka. Veðurgnýrinn var yfirþyrmandi, og þeir urðu að kalla til að nema hvers ann- ars mál. Þessum vönu sjómönnum var Ijóst, að kastazt hafði til í lestinni fyrst skipið rétti sig ekki. en þeim var einnig Ijóst. að þeir gátu ekkert gert, nema fá um það skipun frá yfirmönnum. í rofi grilltu þeir í mennina í brúnni, en vissu að til- gangslaust var að kalla. Óveðrið öskraði og hvein í rá og reiða. og brimhljóðið yfirgnæfði þágjörsamlega. Hliðarsiglinga- Ijósin voru slokknuð og Ijósið í aftur- mastri og Iamparnir brotnir og eyðilagðir. Þeir stóðu um stund, héldu sér og horfðu aftur eftir. Guðmundur Ás- bjömsson bauðst til að fara og hafa tal af Jóni skipstjóra. En að fara aftur eftir var ekki heiglum hent. Þótt skipið lægi gjör- samlega á hliðinni, lét Guðmundur það ekki aftra sér. Hann var með sjóhatt á höfði, stakklaus og á sokkaleistunum. Öðru vísi en léttklæddur þýddi ekki að leggja í þessa ferð. Hann handfetaði sig svo hratt sem hann gat eftir stjómborðs- lunningunni. Þeir fylgdust með honum félagar hans og mennimir í brúnni. Sem betur fór skall ekki ólag á skipinu á með- an. Guðmundur komst upp í brú og kall- aði til skipstjóra, hvort þeir ættu ekki að reyna að fara niður um netalúguna, fram við hvalbak, og reyna að moka til í lest- unum. Jón bað þá að gera það, en jafn- framt að gæta lúgunnar meðan mennimir væru niðri og skálka hana meðan verið væri að vinna í lestinni. Guðmundur lagði strax af stað frarn eftir. Enn fór hann með lunningunni og flýtti sér eins og framast var unnt, en hann varð að neyta krafta til að halda sér, svo að rokið feykti honum ekki í sjóinn. Hann komst til félaga sinna, sem biðu ekki boðanna, opnuðu lúguna og fóru niður í lest. Hann sá, að þeir hófu strax vinnuna við að moka saltinu og stilla upp borðum. Guðmundur Kristj- ánsson bátsmaður frá Hólakoti stjórnaði vinnunni. Guðmundur Ásbjömsson varð eftir uppi og með honum ungur piltur, sem hér var í sínum fyrsta fiskitúr á tog- ara. Mennimir voru rétt komnir niður. Þeir sem uppi voru, voru búnir að setja lúguhlerann á og ætluðu að fara að skálka, þegar sjór reið enn yfir skipið. Það var mikill sjór og harður. Þeir stóðu á lúg- unni og héldu sér þar sem handfesti var að fá, en á lúgunni skyldu þeir standa, hvað sem það kostaði. enda var hér mikið í húfi. í ólaginu fór seglið af lúgunni fyrir borð og sömuleiðis flestir lúgufleygamir, en sjór komst ekki í lestina. Guðmundi Ásbjömssyni var mikið í mun að hafa piltinn með sér, þótt óvanur væri, en hann var bæði stærri og þyngri en hann 20 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.