Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 21

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 21
sjálfur. í lestinni unnu mennirnir svo sem orkan leyfði. Ekki voru skóflur til handa öllum, en menn notuðu það sem hendi var næst, diska saltarans og jafnvel lestar- borð. Löng fannst þeim Guðmundi biðin á lúgunni þar sem sjórok mæddi stanz- laust á þeim og ágjafir, en grimmdar frost var á og þeim kólnaði mjög. Guð- mundur hugsaði um það eitt, að skipstjór- inn hefði skipað sér að gæta lúgunnar og það skyldi hann gera, á hverju sem gengi. Frammi við hvalbakshomið höfðu verið geymdir nokkur hundruð faðmar af tog- vírum. Þessir vírar höfðu kastazt fyrir borð í ólaginu ásamt fleiru lauslegu, og á þilfarinu hafði allt gengið úr skorðum. Skipið réttir sig við Mennimir, sem voru staddir aftur í, þegar brotsjórinn reið á skipið, fóru strax í kolaboxin. Þótti líklegt, að kastazt hefði á milli boxanna fyrst skipið lagðist svogjör- samlega á hliðina. Það kom líka í ljós, að allt hafði sópazt úr stjórnborðsboxinu yfir til bakborðs. Þeir tóku strax til við að kasta kolastykkjum yfir þilið, sem gengur upp af tunnelnum og aðskilur boxin, en fengu þau stundum til baka, og þetta verk var allt annað en auðvelt. Meðan skipið lá svona flatt eftir áfallið, braut brimið á botni þess, og öðru hvoru hvolfdust sjóir inn yfir stjómborðstokk- inn. Bæði í lestum og kolageymslum unnu mennimir eins og þeir ættu lífið að leysa, og brátt sáust þess merki, að skipið væri farið að réttast. Við að skipið komst aftur á réttan kjöl fékk aflvélin kælivatn á ný, og Vilhelm fiautaði upp í brú og til- kynnti skipstjóranum, að þetta væri að lagast. Stýrið var hart í stjómborða, vél- inni var gefið það sem til var, og brátt sneri Gulltoppur hvassbrýndu stefni gegn ofviðri og stórsjóum á ný. Þeir, sem voru í lestinni, luku við að ganga frá saltinu. Það hafði tekið þá tæplega hálftíma að rétta skipið, hálftíma, sem skipið lá flatt fyrir sjóunum og þeim hafði öllum fundizt heil eilífð. Sérhverjum hinna reyndari sjó- manna var Ijóst, hve Iitlu mátti muna. Ef stórt brot hefði fallið á skipið er það lá vamarlaust, myndi enginn hafa orðið til frásagnar. Saltið var komið á sinn stað og þannig gengið frá lestarborðum og milligerðum, að ekkert skyldi haggast. Guðmundur bátsmaður barði bylmingshögg upp í lúguhlerann til þess að láta nafna sinn vita, að verkinu væri lokið og þeir vildu komast upp. A eftir skálkuðu þeir lúguna og fóru niður í hásetaklefann, og þótt veðrið væri ennþá snarviðlaust og skipið Jóhann Þorleifsson, bátsmaður á Ceresio. steypti stömpum, leið þeim öllum miklu betur. Sigling án áttavita Eftir að báðir áttavitar skipsins voru eyðilagðir var ekki eftir neinu að stýra í brúnni nema vindstöðunni og sjónum. Þetta getur gengið meðan bjart er og sést út frá skipinu, en í blindbyl, náttmyrkri og særoki verður að taka eitthvað annað tilbragðs. Friðfinnur Kjæmested stýrimaður tók það ráð að halda annarri hendinni út um hliðarglugga á stýrishúsinu og finna þannig vindstöðu. Þeir höfðu tekið stýr- isvélina, sem nýbúið var að setja í skipið, í notkun, og Friðfinnur sagði mönnunum nákvæmlega fyrir um það, hvernig þeir ættu að stýra. Geir Jónsson var við stýrið og síðar Georg Guðmundsson. Hann var hræddur um að hönd Friðfinns, sem hann hélt stöðugt út um gluggann, myndi frjósa. Skipið var knúið á fullri ferð áfram, en þótt mennimir beittu ýtrustu athygli og leikni við störf sín, svifaði skip- ið sitt á hvað og slíkar voru sviptingamar, að til þess að halda skipinu upp í og láta það ekki verða fiatt fyrir á ný voru skipan- ir til rórmannsins einatt: „hart i stjór, miðskips, hart í bak,“ o.s.frv. Skipið hófst og stampaði og stundum missti vélin kælivatn, og vélstjórinn varð að draga af. Það var Iiðið fram á aðfaranótt sunnu- dags og veðrið í ofboðslegum ham. Skip- stjórinn hafði bannað alla umferð eftir þilfarinu, og hver og einn varð að vera þar, sem hann var kominn. Enginn þeirra á Gulltoppi mundi annað eins veður, þar sem saman fór hafrót, bylur og fárviðrið frosti remmt. Þeir negldu fjalir fyrir brotnu gluggana í brúnni, en höfðu á rifur, og stýrishúsið var fyrir löngu orðið eins og íshellir, en niðri í skipstjóraklefanum tók sjórinn í mjóalegg. í vélarúmi og kyndi- stöð eins og á stjómpalli leystu mennirnir störf sín óaðfinnanlega af hendi. Þannig leið nóttin. Þeim fannst veðrið harðast til klukkan þrjú, en þótt eitthvað hafi dregið úr vindhraðanum, þá reis sjórinn því meir er lengra leið, og það var ekki heiglum hent að verja skipið. Alla nóttina stóð Friðfinnur stýrimaður með höndina út um hliðargluggann, harðurogóbifanlegur og sagði rórmönnunum til um stefnuna. Toghlerinn losnar I þessum áföllum höfðu Ijós ofan þilfars eyðilagzt nema hringljósið í mastrinu, það eitt logaði. Þeir rýndu út í bylinn og náttmyrkrið, en ekkert sást, og það var eins og þúsund nálar styngju þá í andlit- ið.ísnálar, sambland af byl og særoki knúðar áfram af ofviðrinu. Þótt þeir hefðu neglt fyrir gluggana, var veðurgnýr- inn og hvinurinn slíkur, að þeir urðu að kalla til að heyra hverjirtil annarra. En nú kom ný hætta til sögu. í áfallinu hafði toghlerinn að framan, bakborðs- megin, losnað og fór nú fyrir borð. Hann hékk utanborðs í vírunum og slóst við skipssíðuna, og það voru ferleg átök, sem auðveldlega gátu sett gat á byrðinginn. Þeir FriðfinnurogGuðmundur Kristjáns- son ræddu um, hvernig ætti að afstýra þessari hættu. Það varð að ráði, að Guð- mundur færi niður að togvindunni og hífði hlerann upp í toggálgann. Þegar svo væri komið, myndi Friðfinnur láta skipið slá undan til stjórnborðs og Guðmundur þá slaka hleranum í sæti. Allt gekk þetta eftir. Þarna voru örugg og fumlaus hand- tök traustra sjómanna, sem þrátt fyrir æðandi ofviðri, náttmyrkur og stórhríð unnu vandasöm verk svo samstillt, að að- dáunarlegt var. Guðmundur hífði hlerann í topp, og um leið og skipinu svifaði yfir til stjórnborða, hallaðist það svo, að hler- inn rann auðveldlega niður í sætið án þess að önnur öfi kæmu þar nærri. Ef ekki hefði tekizt að ná hleranum inn fyrir, var hætta á, að hann hefði dregið vörpuna út og bobbingana og netið, sem þá var hætta á að færi í skrúfuna og hefði gert skipið að rekaldi á augabragði. Þeir urðu að knýja skipið fulla ferð til að halda í horfinu, og Georg Guðmundsson, sem stóð við stýr- ið, samþykkti, að þeir myndu eiga það mest undir Guði ogstýrisvélinni, hvemig þetta færi. Um tíma leit út fyrir að vélarafiið ætl- aði að lúta i lægra haldi fyrir ofviðrinu. Þeir höfðu samband við vélstjórann um SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.