Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Page 35
Brimlendii
Þegar rætt er um brimlendingu,
verður víst flestum hugsað til
opnu skipanna, sem réru úr mis-
jöfnum lendingum, úr ruddri vör,
eða sandi, og þá var lendingin á
teinæringnum einskonar listgrein;
einvígi formanns og háseta hans
við hafið, og oft urðu skipin að
hleypa um langan veg, ef lending-
in heima varófær.
En þótt opin skip séu núorðið
mest á hrokkelsi og í sumarfiski,
og gangi flest frá góðum höfnum,
eru landtökur enn víða örðugar,
ekki síst á 2 — 300 tonna skipum.
Og má til nefna hafnir eins og
Grindavík, Hornaijörð, Stokks-
eyri og Þorlákshöfn, en allar þess-
ar hafnir geta orðið ófærar í haf-
gerðingum, eða í miklu brimi.
Og þótt þessar hafnir hafi verið
sérstaklega tilgreindar hér, eru
þær, því miður — fleiri fiskihafn-
imar á íslandi, sem verða viðsjár-
verðar þegar hann gengur í vond-
aráttirmeð storm.
Þessar myndir sem hér eru
sýndar, sýna brimlendingu í
Grindavík. Hið mikla skip, Hrafn
Sveinbjamarson, sem Þorbjöm
hf. gerir út (Tómas Þorvaldsson)
er hér að koma úr róðri og mynd-
imar eru teknar með stuttu milli-
bili. Og þær sýna okkur og sanna,
að Grindvíkingar láta sér ekki allt
fyrir brjósti brenna á vetrarvertíð,
til að færa björgina heim.
Það segir sig sjálft að forsenda
fyrir slíkri lendingu á 200 tonna
stálskipi er í eðlinu margþætt.
Gott sjóskip, færir skipstjómar-
menn og staðbundin þekking. Allt
verður að haldast í hendur. Ekki
vitum við hver þama var við
stjóm, né heldur hver tók mynd-
imar, en báturinn var smíðaður í
Bolzenburg í A-Þýskalandi og í
honum er 850 hestafla Caterpill-
arvél.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 35