Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Qupperneq 47

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Qupperneq 47
málmplötu á staur, sem viðeigandi texti hafði verið grafinn á, en platan fannst fyrir tilviljun 400 árum síðar. Þar er kunngjört að landið tilheyri bresku krúnunni frá og með 17. júlí 1579 og undirskriftin er Francis Drake. Þess er þó að geta, að ágreiningur hefur ristið út af plötunni sjálfri og telja ýmsir sérfræðingar að um vel gjörða fölsun sé að ræða. Hér verður þó ekki fjölyrt um þann málarekstur og karp. Heimleiðis — Ný ævintýri Francis Drake notaði tímann vel í Kalifomíu til þess að sjóbúa skip sitt fyrir heimferðina. Löng leið var fyrir höndum, yfir þvert Kyrrahafið, fyrir suðurodda Afríku, og „vissara" var svo að fara djúpleiðina framhjá Norður-Afríku, Kanaríeyjum og öðrum virkjum Spánska heimsveld- isins. En förin gekk vel og eftir 14 mánaða úthald tók Francis Drake höfn í Englandi, eða nánar til tekið 26. september 1580. Ferðin hafði tek- ið hann tæplega þrjú ár. Drake var tekið með kostum og kynjum í heimalandi sínu og drottn- ingin sæmdi hann aðalstign, fyrsta Englendinginn, sem sigldi skipi sínu umhverfis jörðina og fært drottningu ingu sinni mikinn farangur af gulli og gersemum. En þetta var ekki eina útnefningin sem Sir Francis Drake hlaut. Spánar- konungur. æfur af bræði. útnefndi hann Meistara sjóræningjanna í fjar- lægum löndum, jafnframt setti Philip II stóra fjárfúlgu til höfuðs honum. Hver sem gat fært honum hann dauð- an eða lifandi, átti að fá 100 þúsund pund að launum, og sambúð Spánar og Englands hafði versnað til muna og eftirmálin á stjómmálasviðinu urðu örlagarík. PáFinn í Róm bann- færði Elízabetu Englandsdrottningu og bannaði öll samskipti við hana og páfi samdi við Philip Spánarkonung um að hernema England og ætlaði páfastóll að greiða offjár fyrir vikið. Orsökin fyrir viðhorfum páfa áttu samt eldri rætur, því sambúð Rómar við England og ensku krúnuna og kirkjuna, hafði vægast sagt verið stormasöm, en endirinn á því máli varð sem kunnugt er sá, að Hinrik VIII sleit sambandinu við páfa, eða rómversk kaþólsku kirkjuna árið 1543 og gerðist sjálfur æðsti yfirmað- urensku kirkjunnar. Samt taldi Hin- rik VIII sig vera kaþólskan átaram. þótt hann virti ekki lengur vald páf- ans í Róm til íhlutunar um mál ensku kirkjunnar. Og við það sat, nema Maria I, dóttir Hinriks VIII, endur- nýjaði sambandið við páfagarð 1553, en hún ríkti í fimm ár. Þessa skipan mála endurskoðaði Elízabet I sem ríkti í 45 ár. Hún sagði ensku kirkj- una úr lögum við páfagarð á ný. Og hún gerði fleira, hún lagði grunninn að sjóveldi Breta, sem gerði landið síðarað heimsveldi. Þarna er að rekja ástæðurnar fyrir heiftinni, og við bættist hernaður Francis Drake og upptaka gífurlegra auðæfa, sem varð auðvitað ekki til þess að bæta sambúðina. Öflug stofnun á athafnasvæði. Sparisjóðurinn í Keflavík, Njarðvík og Garði. Sjóður suðurnesjamanna. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.