Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Side 58

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Side 58
T MINNINGARORÐ Jón Sigurdsson, Fvíormaður Sjómannasambands íslands Jón Sigurðsson var fa*ddur 12. maí 1902, en lést 6. júlí 1984. Jón var fæddur í Hafnarfirði og voru foreldrar hans Sigurður Jónsson og Guðrún Ásta Gísladóttir. Hann byrjaði eins og önnur börn og unglingar á þeim tíma, snemma að vinna og m.a. í fiskvinnu en það var sjómennskan sem var draum- ur hans sem annarra slíkra drengja sem af alþýðu- mönnum voru komnir og 16 ára var hann byrjað- ur á sjó. Hann var á mótorbátum, skútum og tog- urum allt til ársins 1931 að hann var kallaður í land til starfa fyrir stéttarsamtök sín. Jón gekk árið 1924 í Sjómannafélag Reykjavíkur, en |)á réðst hann einmitt á togara í fyrsta sinn. Hann varð snemma trúnaðarmaður félagsins á skipum sem hann starfaði á og var kjörinn ritari Sjómannafélags Reykjavíkur, 1932 — 1934 og aftur 1951 — 1960. Hann var erindreki Alþýðusambands íslands 1934 — 1940, framkvæmdastjóri Alþýðusam- bandsins frá 1941 — 1944 og átti sæti í miðstjórn þess um áratuga skeið. Þannig var sagt í stórum drátt- um frá störfum Jóns í þágu íslenskra sjómanna- stéttar, auk þess sem minnst var á Sjómannasam- 58 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ band íslands, er hans var getið í blöðum Reykjavík- ur í júlí sl. er útför hans fór fram. Það var ekki getið um það hve lengi hann hafði verið ritari Sjómannafélags Reykjavíkur eða að hann hefði verið formaður þess í meira en áratug, en formaður varð hann 1961 og gegndi því til ársins 1972. En að sjálfsögðu var það þetta félag sem varð grundvöllur þess að Sjómannasamband Islands var stofnað því að undir stjórn Jóns sem þá var for- maður Sjómannafélags Reykjavíkur var að þessu unnið og það varð sá hornsteinn sem Sjómanna- sam.bandið var byggt á. Það var stofnað 1957—1976 og viðurkennt sem aðili ASI á þingi þess 1958. Ég koin inn í stjórn S.R. sem ritari í sömu kosn- ingum og hann varð formaður og varð einnig rit- ari í stjórn hans í Sjómannasambandinu í rúman Á haustfundi Sjómannadagsráðs árið 1984 minntist Pétur Sigurðsson, formaður tveggja fé- laga, sem starfað höfðu í Sjómannadagsráði, en höfðu látist frá því er seinasti aðalfundur var hald- inn. Fara minningarorðin hér á eftir. Pétur Gudmundsson, skipsíjórl Þann 21. maí sl. dó Pétur Guðmundsson, skip- - stjóri frá Reykjum. Hann var fæddur 18/12 1917. áratug. Svo ég þekkti nokkuð vel til Jóns. Pólitík var miklu stærri þáttur verkalýðsbaráttunnar á þeim árum en nú síðustu 5 — 7 árin. Ég tel engan vafa leika á að nauðsyn breyttra vinnubragða í núúma- lega átt og sjálfsögð viðurkenning fjölmennra hópa innan hreyfingarinnar, sem áður var haldið í fjarlægð vegna pólitískra skoðana, á sinn þátt í þessari þróun. í henni tókjón þátt og var forystu- maður. En hann gleymdi aldrei uppruna sínum eða þein i stefnu sem hann skipaði sér í fylkingu með á unga aldri. Hann var jafnaðarmaður alla tíð, en fyrst og fremst baráttumaður fyrir bættu hlutskipti sjó- manna í þjóðfélagi okkar. Við sendum eiginkonu hans og börnum okkar innilegustu samúðarkveðj- Hann var sonur þeirra merkishjóna, Ingibjargar Pétursdóttur og Guðmundar Jónssonar, hins þekkta togaraskipstjóra og mikla aflamanns. Pétur ólst upp á Reykjum í Mosfellssveit ásamt bræðrum sínum og upj)eldissystrum. Fór síðan í Gagnfræða- skólann í Reykjavík. Síðan fór hann í Stýrimanna- skólann í Reykjavík. Hann varð fljódega, eftir að hann lauk prófi frá skólanum stýrimaður og síðan skipstjóri á olíu- skipum sem Skeljungur hf. átti. En Pétur átti jafn- framt langan siglingatíma á fiskiskipum og milli- landaskij)um þótt að megin lífsstarf hans hafi verið unnið á Skeljungi og síðar á Kyndli við olíuflutn- inga á hinar ýmsu hafnir í kring um landið. Árið 1945 kvæntist Pétur Kristjönu M. Sigurðar- dóttur og eignuðust þau þrjú böm, sem að öll em uppkomin. Pétur sat hér nokkrum sinnum fundi okkar í Sjómannadagsráði, bæði sem aðalfulltrúi og sem varafulltrúi. Pétur var félagsmaður í Stýri- mannafélaginu og síðar Skipstjórafélagi íslands. Kona hans Kristjana Sigurðardóttir starfaði í Kvenfélaginu Hrönn og var þar formaður í mörg ár. Pétur var einn þeirra skipstjómarmanna sem lét sig miklu skipta þegar að hafist var handa við að byggja orlofshúsin í landi stýrimannafélagsins í Laugardal. Hann var áhugasamur um öll þau störf sem voru unnin á vegum Sjómannadagsráðs. Við sem þekktum hann munum að kimni hans og gamansemi var okkur, sem með honum vom eftirminnileg. Að leiðarlokum flytjum við aðstand- endum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Pétur Sigurðsson Pétur Sigurðsson

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.