Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Síða 61

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Síða 61
f Sjóslys og drukknanir — írá júní 1984 til 10. maí 1985 1984 10. maí Drukknaði Óskar Jónsson, 66 ára, Eyrarvegi 6, Þórshöfn, er hann féll útbyrðis af báti sínum, þar sem hann var að vitja um línu á Þistilfirði. Lætur eftir sig eigin- konu og uppkomin börn. Bátur- inn fannst fljótlega mannlaus, flugvélin TF-JEG fann bátinn á reki við Grenjanes. V.b. Sólveig ÞH dró Bátinn til Þórshafnar. 13.maí Drukknaði Eiríkur Gíslason, 57 ára, Snekkjuvogi 12, er v.b. As- rún GK 204, 22ja feta flugfisk- bátur sökk austur af Hrollaugs- eyjum 4 sjm. frá landi. Annar maður var á bátnum hann bjarg- aðist. (Sjá bjarganir) þeir voru á leið frá Vestmannaeyjum til Hafnar í Hornafirði. Lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. 30. júní Drukknaði Guðmundur Geirs- son, 64ra ára, Mýrarholti 7, Ólafsvík, í höfninni þar á staðn- um, en hann hafði ætlað um borð í v.b. Matthildi SH-67, sem hann var á. Einhleypur, barnlaus. 16. okt. Drukknuðu tveir menn, er v.b. Sóley SK 8, 11 tonn, frá Hafnar- firði fórst 10 sjm. NV af Garð- skaga. Sigurður Kristján Jónas- son, 33ja ára, Borgarhrauni 10, Grindavík. Flugvél Iandhelgis- gæslunnar TF-Sýn fann líkið á floti. Náðist hann um borð í v.s. Óðinn, en læknir frá þyrlu Varn- arliðsins úrskurðaði manninn látinn. Lætur eftir sig eiginkonu og4 börn. Robert Jónsson, skipstjóri, 35 ára Breiðvangi 13, Hafnarfirði. Líkið hefur ekki fundist. Lætur eftir sig eiginkonu og 3 börn. 1985 26. jan. Lést Úlfar Páll Mörk, 35 ára, Vesturbergi 74, af afleiðingum höfuðhöggs um borð í Hvassa- felli þ. 11. des. sl. er hann féll af milliþilfari niður í undirlest er skipið var í Vasa í Finnlandi. Lætur eftir sig eiginkonu, eina dóttur og 4 stjúpbörn. 31.jan. Drukknaði Svanberg Olesen, 23ja ára, skipverji á b.v. Hólma- nesi SIJ 1 frá Eskifirði er skipið var að veiðum úti fyrir Austur- landi. Veður var slæmt 7—8 vindstig. Var verið að taka inn trollið, þegar sjór kom á skipið er skipverjinn féll fyrir borð. Allt var gert til að finna manninn, en án árangurs. Lætur eftir sig eig- inkonuog tvö börn. 12. febr. Drukknaði Sveinn Ben Aðíal- steinsson, 42ja ára, er banda- rískur fiskibátur fórst undan Alaska. Báturinn var gerður út frá Seattle við Kodjakeyju. Læt- ur eftir sig eiginkonu og tvö börn. 23. mars. Drukknuðu 5 skipverjar á Ber- vík SH 43, frá Ólafsvík, 36 lestir er báturinn fórst skammt frá Rifi á Snæfellsnesi. Úlfar Kristjáns- son, skipstjóri, 43ja ára, Sand- holti 44, Ólafsvík, lætur eftir sig eiginkonu. Lík hans fannst. Sveinn Hlynur Þórsson, stýri- maður, 28 ára. Bæjartúni 13, Ólafsvík. Lætur eftir sig eigin- konu og eitt barn. Lík hans fannst. Freyr Hafþór Guð- mundsson, vélstj. 32ja ára, Hjallabraut 7, Ólafsvík. Lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Steinn Jóhann Randversson, matsveinn, 48 ára, Vallholti 11, Ólafsvík. Lætur eftir sig eigin- konu og fjögur uppkomin börn. Jóhann Óttar Úlfarsson, háseti, 19 ára, Sandholti 44, Ólafsvík. Einhleypur. Lík hans fannst. Hann var kjörsonur Úlfars, en Úlfar og Steinn Jóhann voru mágar. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 61

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.