Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Page 19

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Page 19
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 17 að vera með 365 daga á ári, því að þetta er ekki miðað við skráninga- daga, heldur meðan menn eru ráðnir hjá útgerð. Einnig eru það lífeyrismálin, það sjá það allir að við getum ekki í þessu litla landi verið með svona marga sjóði og mismunandi reglur í þeim. Til frambúðar verða allir að vera jafnir og sömu reglur í gildi fyrir alla. Einn sjóð en ekki 100 sjóði. Hvers á sjómannskonan að gjalda, hver skyldi vera munurinn á henni og t.d. eiginkonum bænda. Hvers vegna er ekki hægt að greiða fyrir þær í lífeyrissjóð af ríkinu? Alveg eins og ríkið greiðir fyrir eiginkonur bænda. Sjómannskonan á mjög erfitt með að vinna úti, þegar hún er upptekin við umsjá barnanna og maðurinn stund- ar sjómennsku. Hún er í mikið verri stöðu en einstæð móðir, t.d. með dagvistunarrými. Sjómannskonan kemur gjarnan ekki inn á vinnu- markaðinn fyrir en að börnin eru komin vel á legg og á þessum tíma hefur hún þá ekkert greitt í lífeyris- sjóð. Hvers virði er þeirra vinna fyrir þjóðfélagið? Eiga þær að vera ein- hver utangarðsflokkur. Það var gleðilegt að vita til þess að samtök heimavinnandi fólks voru stofnuð á s.l. ári og vonandi að þau verði sjó- mannafélögunum til aðstoðar við að ná fram sanngjörnum rétti þessa fólks. Því hljótum við að gera þá kröfu af ríkinu að greitt verði í lífeyrissjóð fyrir sjómannskonur alveg eins og ríkið greiðir fyrir eiginkonur bænda í lífeyrissjóð þeirra. Ætli að það sé nokkur stétt í land- inu sem er eins háð dugandi eigin- konum og sjómenn, ætli það hafi ekki verið þess vegna sem sjómenn voru nær einhuga um að kjósa konu sem forseta landsins. Þetta leyndi sér ekki þegar sjómenn létu skoðun sína í ljós á sínum tíma í skoðanakönnun um borð í skipunum. Hér eins og oft áður kom berlega í ljós hve traust sjómanna til konunnar er mikið. Ef sjómenn ná ekki fram einhverj- um kjarabótum þegar á hólminn verður komið er næsta víst að þeir verða að styrkja sína stéttarlegu og pólitísku stöðu. Það hefur margoft heyrst í lúkörum og borðsölum ís- lenskra skipa og báta að nauðsyn væri fyrir sjómenn að eiga sína sér- stöku málsvara á Alþingi. Sú skemmri skírn sem frumvarp um stjórn fiskveiða fékk á síðustu dögum Alþingis nú í vor, sýnir, meir enn nokkru sinni fyrr, hve gengið var framhjá öllum tillögum sjómanna í því máli. Eina rökrétta svar sjómanna við þessu, er að stofna sjómannaflokk og bjóða fulltrúa sjómanna fram við næstu Alþingiskosningar. Ef ekki undir merki sjómanna, þá undir merki karlmanna. Og svona rétt til gamans þetta: Hvað skyldi verða um kvennalist- ann þegar kominn verður sérstakur karlalisti á Alþingi íslendinga? Svari hver fyrir sig. Eg óska sjómönnum til hamingju með daginn. 4- SJÓSLYS OG DRUKKNANIR I FRÁ 17. NÓV. 1989 TIL 30. APRÍL 1990 1989: 17. nóvember Drukknaði Guðjón Gíslason, 50 ára, Hjarðarholti 17, Akranesi, er hann féll útbyrðis af 10 tonna báti, sem fannst 15 sjm. frá Akr- anesi og 12,5 sjm. frá Garðskaga. Lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. 1. október Lést Einar S. Einarsson, 26 ára, háseti á Laxfossi, á sjúkrahúsi í Grímsby í Englandi af áverkum, sem hann hlaut eftir slys um borð í skipinu. Hann var að opna hurð á síðu skipsins til að hleypa hafn- sögumanni frá borði er slysið varð. 1990: 8. mars Lést Ástþór Ægir Gíslason, 57 ára, Sandgerði, vegna ofkælingar, er v.b. Svala Lind K.Ó. 13,6 tonn sökk 5 sjóm. út af Sandgerði. V.b. Þrándur KE-67 og Skarfaklettur komu að slysstað 10 mín. seinna og fundu þeir manninn í sjónum, en hann hafði sent neyðarkall, er báturinn var að sökkva, og síðan neyðarblys. Tveir menn úr bj.sv. Sigurvon í Sandgerði, sem voru um borð í Skarfakletti fóru um borð í Þránd til að reyna lífgunar- tilraunir á Ástþóri, en þær báru ekki árangur. Lætur eftir sig 6 uppkomin börn. 20. mars Drukknaði Sigurvin Brynjólfs- son, 38 ára, matsveinn, Áshamri 69, Vestmannaeyjum, er v.b. Sjö- stjarnan VE 92, 75 tonn sökk norður af Þrídröngum skammt frá Elliðaey. 6 manna áhöfn var á bátnum. 26. apríl Drukknaði Reynir Freyr Ólafs- son, 18 ára, Mánagötu 27, Grindavík, er hann féll útbyrðis af v.b. Hafliða G.K. 140, 10 tonna eikarbáti, þegar verið var að leggja net um 2 sjómílur suður af Hópsnesi við Grindavík.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.