Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Page 40

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Page 40
38 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ ÞJÓÐLAUS RÆÐISMAÐUR Hér er Jón Olgeirsson nýkvæntur að skoða dóttur sína, en hún gæti verið um tvítugt nú. Jón Olgeirsson, ræðismann ís- lands í Grímsbæ þarf náttúr- lega ekki að kynna rækilega fyrir íslenzkum lesendum, að minnsta kosti ekki fyrir íslenzkum sjómönnum. Jón og faðir hans Þórarinn Ol- geirsson eru kynntir svo í bók Char- les Ekberg, „Grimsby Fish 1984“ í texta undir myndum af þeim feðg- um: „Þórarinn Olgeirsson, ræðismað- ur íslands, (f. 1882, d. 1969), sem hóf feril sinn sem íslenzkur skipstjóri og var forstjóri í hinu valdamikla Rino- via-fyrirtæki og hann var jafnframt umboðsmaður íslenzkra skipa. Sonur hans, Jón, sem nýtur álíka almennrar virðingar hefur verið út- nefndur vararæðismaður íslands, aðeins 26 ára gamall“. Jón varð 1975 aðalræðismaður ís- lands í Grímsbæ og umboðsmaður íslenzkra skipa þar. Eins og fram kemur hér í viðtalinu á eftir reyndi á „diplomatiska“ hæfileika Jóns í tveimur þorskastríðunum síðustu. Okkur íslendingum þótti hann halda vel á spilunum í erfiðri og hættulegri aðstöðu. Hann lét ekki okkar hlut. í þessu stutta viðtali rekur Jón lítillepa starfsferil sinn, sem tengdur er Is- landi frá barnæsku hans. Honum sagðist svo: „Eg var alinn upp í tengslum við íslenzka útgerð og fiskverzlun, og ég fór að hjálpa föður mínum undireins og ég hafði aldurinn til, eða orðinn skrifandi og gat svarað í síma. Það er að segja þegar maður var heima. Ég var í heimavistarskóla átta mánuði á ári. I þá daga voru engin telexskeyti eða telefax og ég fór snemma að taka niður skeyti fyrir pabba, skeytin komu í gegnum síma og ég var látinn taka þetta allt saman niður. Þannig að ég kynntist starfi pabba anzi ung- ur að árum. Ég fór fyrst á sjó þegar ég var á sjötta ári. Þá treysti mamma honum Markúsi Guðmundssyni fyrir mér í siglingu heim til Islands til að dvelja í Reykjavík yfir páska. Mín fyrsta fulla sjóferð til fiskveiða var hins veg- ar á Andanesinu, togaranum hans Páls Aðalsteinssonar. Það var sum- arið 1954, þriggja vikna túr á ís- landsmið. Það var mjög gaman. Upp frá þessu fór ég eiginlega á hverju sumri í slíkan túr í sumarfríi, sem ekki er nema tveir mánuðir að sumr- inu í enskum skólum. Já ég kunni vel við mig á togurunum: það eina sem mér líkaði ekki var lyktin í lifrar- bræðsluhúsinu. Andanesið var nýtt skip og Páll var maður mikið fyrir nýjungar. Hann var fyrsti maður í breska fiskiflotan- um, sem bjó skip sitt radar, gíró- kompás, sjálfstýringu og kælingu í lest. A öllum þessum sviðum var hann fyrsti maður, það má bóka það. — Jú, jú, það var góðurvinskapur með okkur Páli, en hann dó snemma, við náðum ekki að starfa saman nema í tvö ár, en hann var nær því að vera mér sem annað foreldri mitt. Eftir bílslysið sem faðir minn lenti í, var hann hálfpartinn út úr heimin- um, þó hann væri líkamlega hress. Hann var með Parkinsonsveiki, og hún fór ört versnandi eftir bílslysið. Þá jókst náttúrlega þátttaka mín í umsvifum föður míns, en hann hafði margt á prjónunum og mörgu að sinna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.