Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Side 46

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Side 46
44 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Teikning Balthasar af Newton og lögregluþjónunum. — Þú Bunny, verður að koma með okkur um borð í Óðinn og með þér stýrimaðurinn —. Bunny sagði: — „Hvað heldurðu að þú sért“, (what do you think you are) og greip af foringjanum byssuna og ætlaði að kasta henni útum glugg- ann, en byssan var þá í bandi, sem lá yfir hálsinn á foringjanum. Þetta var náttúrlega svolítið spaugilegt, en ákaflega ógætilegt af Newton að gera þetta, það hefði getað hlotizt af því stórslys“. Þá sagðist River muna, að Newton hafi sagt við lögregluþjón- ana; þegar haldið var úr höfn. „Ef ég kemst með ykkur til Gríms- bæjar, þá skal ég skemmta ykkur dýrlega þar, en ef ekki, þá gefið þið mér samlokur í fangelsinu“. Eins og kunnugt er náðist togarinn 43 sjóm. vestur af Jökli og var færður til Reykjavíkur aftur og Newton fékk stóra fjársekt og mánaðar fangelsis- dóm. En hann varð þjóðhetja í Bret- landi, og var líkt við sir Francis Drake, sem uppi var á 16du öld og vann lönd og borgir undir Elísabetu Englandsdrottningu, og átti manna mestan þátt í að leggja sjóveldi Spán- verja í rúst. Samlíkingin var sem sé ekki skorin við nögl, enda græddi Newton á frægðinni, setti upp veglega skemmtibúlu, sem varð fjölsótt með svo frægan eiganda, auk þess reynd- izt Newton slunginn verzlunarmað- ur, líkt og áður fiskiskipstjóri, en hann var aflamaður mikill. I bókinni, „Um borð í Sigurði“, er sagt lítið eitt frá Newton. Gísli Sig- urðsson teiknaði myndina af skemmtistað Newton, sem var fremst á langri bryggju fram úr bað- ströndinni við Cleethorp. Myndina af Newton og lögregluþjóninum teiknaði Balthazar. Rivers hafði svo margt að segja gagnlegt, að ég var ekkert að þýfga hann um þetta asnastykki Newtons, því að asnastykki var það, svo sem River sagði. Meiningin var þó að hafa tal af Newton karlinum, því að hann var mikill íslandsfari og greindarmaður sagður og söguglaður, og sagður enn við góða heilsu. Hann fannst þó ekki í símaskrá, menn héldu hann með leyninúmer. Kannski hann hafi gert eitthvert prakkarastrik, sem geri honum það nauðsynlegt. Þetta er prakkarakarl, en hinn bezti náungi og heldur þá River áfram sögu sinni. „Þegar skotið var á Everton 26. apríl 1973, og skipt var um skipstjóra á togaranum tók ég þar við skip- stjórn. En lengst var ég með Captain Doyle. í þorskastríðinu 1975-76 var ég með Port Vale. Ég var ósáttur við það að við skyldum ekki þiggja þann kvóta, sem okkur var þá boðinn af íslendingum til aðlögunar, en á fundi, sem Antho- ny Grossland átti með skipstjórum, vorum við aðeins þrír, sem vildum þiggja það tilboð. Margir gömlu skipstjóranna skyldu ekki að tímarn- ir voru að breytast. Aðrar þjóðir við Norðursjóinn, og þá fyrst og fremst Hollendingar og Belgíumenn, áttuðu sig fyrr en við Bretar á að kvótafyrirkomulag myndi verða ríkjandi, og þegar kom að því að semja um kvóta á Norður- sjó, stóðu þeir betur að vígi en við til samninga og náðu betri hlut. Við Englendingar fórum illa útúr kvóta- skiptingunni í Norðursjó og henni fylgir mikið svindl. Þegar íslenzku fiskimiðin lokuðust fyrir okkur Bretum varð atvinnuleysi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.