Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Síða 64

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Síða 64
62 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Gosbrunnurinn á torginu. Sér á Gildishúsið og ráðhúsið. aftur að máli við mig og bauð mér nú 250 stpd. fyrir 5—6 mínútna þátt. Ég var enn tregur og sagðist ekki yfir- gefa þetta skemmtilega „partý“ fyrir svoddan lúsarpening. Hann bauð þá 350 stpd., hærra sagðist hann ekki fara. — Jæja, sagði ég, skítt veri með það, sýndu mér hvert ég á að fara. Auðvitað svindluðu þeir á mér, ég mátti vita það. Það ríður nú enginn feitum hesti í viðskiptum við ykkur íslendinga. Þeir voru með mig í einar 10 eða 12 mínútur. Útfærslan, þorskastríðið Ég var ekkert hissa á verndar- stefnu íslendinga, jafnmikið og ég vissi þá þjóð eiga undir fiskveiðum. Og Islendingar gerðu mikið rétt, þegar þeir stækkuðu netmöskvana. Það er það sem hefur eyðilagt Norð- ursjóinn, of smáir netmöskvar. En Islendingar ættu að gæta að sér að veiða ekki jafn mikið af hrygningar- fiskinum og þeir gera. Þeir eiga að leyfa fiskinum að hrygna. Mér hraus alltaf hugur við að veiða þorsk fullan af hrognum. Mér skilst að öll þessi útfærslu-orusta hafi farið í gang, þegar Chile færði útí 200 sjóm. til að bjarga ansjósustofninum, sem allar þjóðir sóttu í. Mér kom ekkert á óvart að Islendingar, sem lifðu af fiskveiðum, 80% af útflutningsverð- mæti þeirra fiskafurðir, fylgdu í kjöl- farið. Og það var ekki Islendingum að kenna við fengum ekki aðlögunar- tíma. Þeir buðu 75 þús. tonn árlega í 10 ár. Belgíumenn þáðu sinn skammt. I Englandi var þá verkamanna- stjórn Harolds Wilsons við völd, og Harold Wilson hafnaði þessu tilboði. Þá hófst þorskastríðið á íslandsmið- um. Við gátum unnið það stríð létti- lega á miðunum og með minni áhættu heldur en fylgdi þessari ákeyrslu-aðferð. Hún var stórhættu- leg. Við gátum sprengt djúpsprengj- ur í nánd við varðskipin, og gereyði- lagt öll tæki í skipunum, án þess að sökkva þeim. Þau hefðu öll verið úr leik eftir stuttan tíma, og við gátum einnig svarað fyrir okkur með því að eyðileggja vörpur aftan í íslenzkum togurunum. Freygátuskipstjórum okkar var harðbannað af yfirvöldum í White- hall að gera nokkuð af þessu tagi. Freygáturnar áttu bara að þvælast fyrir og ekki aðhafast meira. Við skyldum ekki hvaða tilgangi það þjónaði að senda freygátur á miðin og þær máttu ekkert annað að- hafast en nudda sér utaní varðskipin. Einn af freigátu-skipstjórunum okkar sótti sérstaklega um leyfi til að varpa djúpsprengjum í kringum varðskip til að eyðileggja tæki þess, en honum var harðbannað það. Þeir réðu í Whitehall eða í Wash- ington eða Brussel (Atlantshafs- bandalagið). Þið Islendingar stóðuð ykkur vel, en þið unnuð ekki þetta stríð á mið- unum. Það var unnið fyrir ykkur á öðrum stöðum. Við vorum dæmdir til að tapa og hefðum gert það einnig, þótt við hefðum unnið stríðið á mið- unum. Útfærslan hefði fengist, og „stríðið“ var aldrei nema vitleysa af okkar hálfu milli þessarra þjóða. Undarlegast var þó, að freygátu- foringjarnir höfðu ýmsa samvinnu við íslenzku landhelgisgæzluna. Mick Osborn, gamall skipstjóri,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.