Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Qupperneq 30

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Qupperneq 30
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 28 undanþágu og engin umsóknareyðu- blöð til, þar sem vissar grunnupplýs- ingar voru skráðar. Skipuð hafði verið fimm manna nefnd undir forystu Kristins Gunnars- sonar frá Samgönguráðuneytinu til þess að koma lagi á þetta og tók ég sæti í henni þegar Ingólfur Ingólfsson, forveri minni í formannssæti Vél- stjórafélags Islands, veiktist á árinu 1983. Aðrir í nefndinni voru Jónas Haraldsson frá LIU og skólameistarar Stýrimannaskólans og Vélskólans, þeir Jónas Sigurðsson og Andrés Guð- jónsson. Man ég að á fyrsta fundinum sem ég sótti streymdu umsóknir inn í ýmsu formi og sumar aðeins munn- lega. Minnisstæðust er mér samt ein sem skrifuð var á gamlan bíómiða! Engin gerðabók var haldin, heldur sögðu menn aðeins „já“ eða „nei“ til skiptis. En langflestum var hleypt í gegn, enda bara um málamyndafundi að ræða. Þegar ég fór að kynna mér nánar hvernig þessar veitingar höfðu verið komst ég að því að eitt sinn höfðu þúsund undanþágur verið veittar til vélstjórnar á sex mánaða tímabili. Þar af voru 770 til manna sem engin rétt- indi höfðu, enga reynslu - komu í þetta beint af götunni. En ljóst var að þetta ástand varð ekki lagt af á einum degi - það segir sig sjálft. Flotinn hefði stöðvast. En þarna var ákveðið að koma á fót sérstökum réttindanám- skeiðum og áttu þeir rétt á að taka þátt í því sem verið höfðu í starfi 24 mán- uði. Námið var ein önn og út úr því fengu þeir 1000 ha. réttindi. Þarna var eðlilegur námstími styttur um líklega 75% út á þennan siglingatíma sem menn höfðu. En á einhverju varð að byggja, einhvers staðar varð að byrja. Stýrimannaskólinn var með svipuð námskeið og þar var tíminn styttur um hér um bil helming. En síðan hafa þessi mál lagast og þróast og eru nú komin í gott horf. Við komum að þessu á síðasta aðalfundi okkar og ef við lítum á yfirvélstjórana fyrstu 6 mánuði liðins árs, þá eru þeir sem gegna því starfi gegn á undan- þágu ekki nema rúm 3% af stöðu- gildafjölda. Aðeins lítill hluti af vél- stjórum almennt starfa á undanþágu og þeir þurfa að uppfylla viss skilyrði til þess að þeim sé veitt undanþága. Engir sinna vélstjórn núna sem ekkert hafa. Lægsta gráðan, sem er vélavörð- ur, byggir á fjögurra mánaða nám- skeiði og fæst undanþága til að vera vélavörður í flestum tilfellum gegn yfirlýsingu um að viðkomandi muni fara í nám innan ákveðins tíma og ljúka því. Umsóknir þarf að útfylla á sérstökum eyðublöðum. Eg er nokkuð hreykinn af því að nýlega sá ég í fréttabréfi LÍÚ að þeir eru stoltir af hve hér hefur vel til tekist, en áður höfðu þeir vantrú á að koma mætti góðu lagi á þetta. Eg vil láta þess getið að við höfum verið sérstaklega heppn- ir með formanninn fyrir nefndinni sem sér um þetta, sem er Magnús Jó- hannesson fyrrum siglingamála- stjóri.“ Undirbúningur kvótakerfisins „Fleiri stórmál voru á döfinni í upp- hafi ferils míns. Þegar ég byrjaði hérna var verið að vinna að undirbún- ingi kvótakerfisins, en það á upphaf sitt að rekja til tillögu á Fiskiþingi 1983. Upphafið var að Sjávarútvegs- ráðuneytið skipaði stóra og mikla nefnd sem lagði meginlínurnar, en síðan var það þriggja manna nefnd sem útfærði þær í smærri atriðum. I kringum þetta var mikil vinna. Ætlast var til að sjómannasamtökin legðu til einn mann í þriggja manna nefndina, LÍÚ annan og loks Sjávarútvegsráðu- neytið þann þriðja, sem jafnframt var formaður. Að beiðni Guðjóns A. Kristjánssonar og Óskars Vigfússonar tók ég þarna sæti. Starf okkar fólst í að fara yfir hvert einasta skip, átta sig á hve það hefði aflað mikið og meta frátafir, t.d. vegna vélarbilana. Þá varð að ætla þeim afla. Við unnum þetta upp, Kristján Ragn- arsson, Stefán Þórarinsson (sem þá var í Sjávarútvegsráðuneytinu) og ég. Þetta tók einhverja mánuði og flest kvöld eftir vinnu hittumst við vegna þessa starfs og sátum til kl. 19-20 og allar helgar að auki. Okkur fannst það bera merki um að við hefðum unnið vel að við fengum ekki eina einustu kæru á okkur, þótt um afar viðkvæm mál væri að ræða og miklir hagsmunir í húfi. Það er ekkert leyndarmál að ég hef stutt kvótakerfið allt frá upphafi og það er sannfæring mín að það sé skyn- samlegasta veiðistýringin. Því til áréttingar vil ég geta um að við ís- lendingar höfum mikið verið að sækja í úthafsrækju, karfa á Reykjaneshrygg og í Smuguna frægu. Það er sannfær- ing mín að hefðum við ekki haft þetta kerfi og verið enn í samkeppnis- eða skrapdagakerfinu, sem byggðist á að ná sem mestum hlut úr tilteknum heildarafla, þá hefði enginn gefið sig að öðrum veiðum en þeim hefð- bundnu. Hitt er engin launung að kvótakerf- ið hefur sína galla og ber þá fyrst að telja þær sölur sem tíðkast hafa á óveiddum fiski. En ég segi fyrir mína parta að ef við leyfum ekki millifærsl- una mun kerfið ekki virka eins og það á að virka. Þá næst ekki út úr því hámarkshagkvæmni. Mér hafa fundist viðbrögð LÍÚ varðandi söluna á óveidda fiskinum og þáttöku sjó- manna í henni ákaflega óskynsamleg. Það er vegna þess að þeir hafa verið að ala upp í útgerðarmönnum að brjóta gildandi kjarasamninga. Ef ég sem formaður hér í Vélstjórafélaginu væri að gefa út ákveðna stefnu varð- andi einhver mál, þá ætlaðist ég frekar til að mínir menn færu eftir henni. Það sama á við um útgerðarmenn. Þeir hljóta að fara eftir því sem þeirra for- ysta er að segja. Þannig hafa þessi mál orðið miklu erfiðari en þurft hefði að vera.“ Aukið ábyrgðarsvið yfirvélstjóra „Af því sem helst hefur verið að ger- ast í málum okkar vélstjóra að undan- förnu er það að við höfum verið að ræða við útgerðarmenn um breytingu á ábyrgðarsviði yfirvélstjóra um borð í skipunum. Fyrir um ári unnum við í samstarfi við útgerðarmenn starfslýs- ingu fyrir vélstjóra fiskiskipa. Þar er gert ráð fyrir að yfirvélstjóri beri í meginatriðum ábyrgð á öllu viðhaldi um borð. Þetta er þó ekki allskostar okkar uppfinning. Ég hef sótt fundi samtaka norrænna vélstjóra frá því 1979 og fyrir þrem eða fjórum árum tóku Dan- ir þessa skipan upp - varðandi kaup- skipin. Þessi tilhögun hefur tekist mjög vel hjá þeim og ég er ekki í vafa um að hið sama á við um okkar menn. Það er vegna þess að viðhaldskostn- aður um borð í fiskiskipi er í kringum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.