Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Qupperneq 34
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
32
„Þar sem ég hafði uppi einhvern
forhertan munnsöfnuð hlaut ég að
enda í stjórn!44
Rætt við Örn Steinsson fyrrum forseta FFSÍ og formann
Vélstjórafélags Islands um 16 ára bil
• •
rn Steinsson vélstjóri er
einn þeirra sem hvað leng-
sta reynslu hefur af félags-
málum vélstjórastéttarinnar og hef-
ur gegnt ótal trúnaðarstörfum fyrir
hennar hönd. I þessu viðtali bregð-
ur hann bliki yfir sitthvað frá liðn-
um tíma sem margt er tekið að falla
í gleymsku eins og verða vill. Meðal
annars riljar hann upp skólaárin í
Vélstjóraskólanum hjá M.E. Jes-
sen, fyrsta verkfallið undir merkj-
um FFSÍ 1957 og tilraunir FFSÍ
manna til þess að hefja kaupskipa-
og frystitogarútgerð. Hann fylgist
stöðugt með því sem hæst ber á fé-
lagsmálasviðinu og hefur sínar
skoðanir á framvindunni. En eins
og vera ber byrjum við á að spyrja
hann um uppruna og æskuár
„Ég er fæddur í Reykjavík þann 26.
maí 1921. Faðir minn var Jóhann
Steinsson vélstóri hjá Eimskip, lengst
á gamla Selfossi og þá á Fjallfossi.
Móðir mín var dönsk og hét Ester Jud-
ith.
Ég var byrjaður að fá nasasjón af
sjómennsku um fjórtán til fimmtán
ára aldurinn, fyrst sem messi eins og
gengur, en strax þá kom á daginn að
ég þjáðist af sjóveiki og náði ég mér
aldrei af henni. Fyrir vikið varð ég að
gefast upp við sjómennskuna þegar á
reyndi, þótt hún væri það starf sem ég
helst þráði að stunda."
í Vélstjóraskólanum hjá M.E.
Jessen
„Ég settist í Vélstjóraskólann haustið
1939 eftir að hafa lokið tilskildum
smiðjutíma, en honum lauk ég í Vél-
smiðjunni Hamri. Vélskólinn tók þá
þrjá vetur, tvo í vélfræðideild og einn
,,Mér finnst að sjómenn séu ekki hafðir
nœgilega mikið með í ráðum. Því er ég
nú miklu fremur en jyrr á því að þessi
gamla hugmynd Guðmundar Jenssonar
um sjómannaflokk sé raunhœfúr kostur. “
(Ljósm. Sjómannadagsblaðið / Björn
Pálsson)
í rafmagnsfræðideild. Vildi ég gjarna
fara í þessu spjalli nokkrum orðum
um gamla Vélstjóraskólann sem flest-
ir eru farnir að gleyma nú.
Þegar ég settist í skólann gáfu mjög
fáir sig fram til þessa náms. Innrituð-
ust aðeins fjórir nemendur um leið og
ég og þegar kom að lokastiginu, raf-
magnsfræðideildinni, vorum við að-
eins þrír. Svo virtist því um þessar
mundir sem vélstjóramenntunin væri
að lognast út af. Sá tími sem ég var þar
við nám var sérstæður fyrir það
hversu fáir nemarnir voru. En hann
var líka frábrugðinn því sem nú gerist
að því leyti að agi var þá miklu meiri
skólanum. Kennararnir vori
skemmtilegar manngerðir og ólíkii
flestum þeim kennurum sem ég þekki
til nú á dögum og langar mig að fara
nokkrum orðum um þá hér.
Skólastjóri á mínum tíma var gamli
M.E. Jessen, afar lifandi og skemmti-
legur kennari. Hann auðveldaði okkur
heilmikið námið með því að skjóta
ýmsu skemmtilegu inn á milli þyngra
námsefnis og stærðfræðiútreikninga.
Oft lék hann fyrir okkur ýmsar vélar
og vélarbilanir sem við vorum að fást
við, svo að þær stóðu eiginlega ljóslif-
andi fyrir framan okkur. Þetta kom sér
vel því þegar ég hóf nám voru engar
kennsluvélar til við skólann. Að vísu
höfðum við kynnst ýmsum skipavél-
um í námi okkar á vélaverkstæðunum,
en með leikhæfileikum sínum tókst
Jessen furðu vel að bæta það upp sem
á vantaði og síðar kom. Til marks um
greind hans má nefna að á þessum
árum voru logrithmar mikið notaðir
við kennsluna. En Jessen þurfti aldrei
að slá upp í logarithmatöflunum -
hann virtist kunna þær allar utanað -
þessar óteljandi sex stafa tölur!
Aðrir kennarar þessa fámenna nem-
endahóps voru allir mjög góðir. Má
þar nefna Magnús Finnbogason, af-
bragðs íslenskukennara. Hann var
strangur en mikið góðmenni. Magnús
kenndi einnig dönsku, ensku og
þýsku. Síðar sagði hann upp starfi
sínu og hóf kennslu við Menntaskól-
ann í Reykjavík. Ég hitti hann nokkr-
um árum síðar og tjáði hann mér þá að
hann hefði gert mikil mistök með því
að fara frá Vélskólanum og fann ég að
hann saknaði mjög skólans.
Enn má nefna Astvald Gíslason sem
kenndi stærðfræði, en stærðfræði-
kennsla hefur ávallt verið mikil í Vél-