Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Qupperneq 35

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Qupperneq 35
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ skólanum. Ástvaldur var afar harður kennari og eftirgangssamur, þótt prestlærður væri. Eg man að fyrstu vikurnar eftir að ég byrjaði vaknaði ég oft með andfælum eftir að hafa dreymt að ég væri í stærðfræðitíma hjá Ástvaldi og að hann gengi á mig að leysa erfitt dæmi. Ekki má ég gleyma Jakob Gíslasyni rafmagnsverkfræðingi, sem lengi var forstjóri Rafmagnseftirlits ríkisins. Hann hafði yfirumsjón með raf- magnsdeildinni og kenndi þar bóklega fræðigrein rafmagnsfræðinnar. Þetta var rólegur og mjög prúður maður, og hann gerði miklar kröfur til fágaðrar framkomu og ástundunar okkar nem- enda. Bóklega rafmagnsfræðin var þr- jár klukkustundir samfleytt á hverjum degi, fimm daga skólavikunnar. Þetta var því stíft nám, mest stærðfræðilegir útreikningar til skilnings á rafmagns- fræðinni. Nú vorum við aðeins þrír nemar í rafmagnsdeildinni og fengum því hver um sig að standa við töfluna eina stund á hverjum degi og reikna, teikna og svara spurningum Jakobs úr námsefninu. Þannig varð ekki hjá því komist að lesa undir tímana hjá þess- um góða kennara. Þá er að nefna Friðgeir Grímsson. Hann kenndi vélfræði og fagteikn- ingu, mikið ljúfmenni og drengur góður. Ég hugsa oft með þakklæti til þess- ara ágætu manna sem lögðust á eitt um að gera okkur að nýtum mönnum. Vélstjóraprófinu lauk ég 1942. Að prófi loknu var ég í tvö ár vélstjóri á sjó - var í strandsiglingum á Esjunni og fór nokkra túra með togurum. En eins og fyrr segir knúði sjóveikin mig til að setjast að um kyrrt í landi. Um þessar mundir var auglýst eftir vél- stjórum hjá Hitaveitunni og ég sótti um og fékk starf hjá þeim uppi á Reykjum. Þá var verið að byrja að dæla vatni til borgarinnar úr Mosfells- sveitinni og varð þetta mitt aðalstarf. Eg fluttist upp að Reykjum og vann hjá fyrirtækinu í 39 ár eða til 1982.“ Félagsstörf og formennska í Vélstj órafélaginu ,,Eftir að ég lauk prófi var auðvitað falast eftir að ég gengi í Vélstjórafé- lagið. Ég tók senn að mæta á fundi þess. Þar sem ég hafði uppi einhvern forhertan munnsöfnuð hlaut ég að enda í stjórn - fyrst þó aðeins sem meðstjórnandi. Þetta var árið 1948. Ég sat svo í stjórn félagsins allt til ársins 1971 að undanskildu einu ári þegar ég hugðist hætta, en lét telja mig á að taka að mér trúnaðarstörf að nýju. Ég varð fyrst formaður Vélstjórafé- lagsins 1956 og gegndi starfi til 1959, en tók við formennsku aftur 1962 og sat til 1970. Starfið fólst einkum í því að fylgjast með og berjast fyrir kaupi og kjörum vélstjóra, svo og að standa vörð um að auka menntun stéttarinnar í samræmi við framþróunina. I þetta hefur Vélstjórafélagið alltaf lagt mik- inn tíma og tilkostnað. Þá er að telja að á þessum árum eða 1961 var Sparisjóði vélstjóra komið á stofn, fyrst og fremst í þeim tilgangi að hann yrði vélstjórum og raunar sjó- mönnum öllum stoð og stytta. Orsök- in var ekki síst sú að oft gekk mönn- um illa að fá fyrirgreiðslu í bönkum á þeim tíma og mjög nána grein varð að gera fyrir fyrirhugaðri ráðstöfun láns- fjárins og svo framvegis. Þetta fyrir- tæki heppnaðist vel og stendur spari- sjóðurinn nú með miklum blóma eins og alkunna er. Ég og við vélstjórar bárum ávallt fyrir brjósti að sjómannastéttin stæði sem sameinuðust á félagsmálasvið- inu. Ég nefni til dæmis Sjómanna- blaðið Víking og stuðning okkar við hann. Vélstjórar tóku að gefa út sér- stakt félagsblað þegar árið 1909 og hét það Vélstjóraritið. Kom það út ár- lega í fyrstu en síðar mánaðarlega. Þegar útgáfa Sjómannablaðsins Vík- ings hófst 1939 unnu vélstjórar það til að leggja þetta rit sitt, sem þeir voru mjög stoltir af, niður. Hugmyndin var að styðja því betur við Víking og flytja nú það efni sem Vélstjóraritið hafði verið vettvangur fyrir yfir á síð- ur hans. Létu vélstjórar heldur ekki sitt eftir liggja við útgáfuna, enda var keppni milli sjómannafélaganna þá að skrifa sem mest í ritið en margir rit- færir menn voru innan stéttarinnar. Slík samstaða vildi ég að væri enn fyrir hendi. Víkingur hefur að vísu lifað fram á þennan dag, þótt nú sé ekki fyrirhug- uð nema útgáfa fjögurra blaða á ári. Mér finnst leitt að ekki skuli vera samstaða meðal allra sjómanna um blaðið. Við höfum til dæmis aldrei 33 fengið Sjómannasambandið með til þess að standa undir blaðinu. Þar með vantar alla undirmenn með í útgáfuna og mun FFSÍ standa eitt undir blaðinu nú. Vélstjórar eru farnir að gefa út sitt eigið blað - „Vélstýringu.“ Þá var meira mark á okkur tekið en verið hafði áður „í framhaldi af þessu vil ég geta um merkan áfanga hvað samstöðu meðal sjómanna hér áður varðar, en hann var þegar félögin innan Farmanna- og fiskimannasambands Islands fara í fyrsta skipti saman fram í kaupdeilu. Þetta gerðist árið 1957, en ég var þá orðinn formaður í Vélstjórafélaginu. Fram til þess tíma hafði FFSI fyrst og fremst verið menningar- og fræðslusamband og undirrótin að stofnun þess hafði einkum verið sam- hugur sjómanna um byggingu á nýrri byggingu fyrir Sjómannaskólann. Það tókst sem menn vita, en hefði lengi dregist ef sambandið hefði ekki beitt sér í því máli. En 1957 gerist það sem sagt að sam- bandið beitir sér á breiðara grundvelli - þ.e. í kjaramálum sjómanna. Margir höfðu komið auga á að það var ekki gott að sjómenn ættu í innbyrðis deil- um þegar samningar við útgerðar- menn um kaup og kjör voru annars vegar. Þeir yrðu að jafna málin fyrst í eigin hópi og 1957 náðist þessi breiða samstaða fram. Þar tókst að koma ákveðnum kauphlutföllum á og þar með gátum við farið sameinaðir fram, þótt það kostaði sex vikna verkfall á kaupskipaflotanum. Þá sýndi það sig áþreifanlega að með samstöðunni mátti ná ýmsu fram sem ekki fékkst ella. Við fundum líka að næstu árin á eftir var meira mark á okkur tekið en fyrr hafði verið." Útgerðaráform FFSÍ „Það var ýmislegt sem á góma bar á þingum Farmanna- og fiskimanna- sambandsins á þessum árum. Eftir 1957 kom ég fram með þá tillögu að við færum út í atvinnurekstur og vildi byrja á að við hæfum útgerð á flutn- ingakipi. Það fannst mér nærtækast í ljósi þess að við höfðum þá nýverið átt í þessu stóra verkfalli vegna flutn- ingaskipanna. Fannst mér ekki fráleitt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.