Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 45
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
43
S
„Eg veit oft ekki af fyrr en hugmyndir
mínar eru orðnar að veruleika!“
Heimsókn til Jósafats Hinrikssonar iðnrekanda sem komið hefur upp glæsilegasta
sjóminjasafni landsins í höfuðstöðvum fyrirtækis síns að Súðarvogi 4 í Reykjavík
JósafatHinriksson og ritstjóri Sjómannadagsblaðsins skoða ,,Eldsmiðjuna“ semfaðir
Jósafats, Hinrik Hjaltason, stofnaði árið 1926 á Neskaupstað. (Ljósm. Sjómannadags-
blaðið t Björn Pálsson)
Uppi á lofti í norðurenda stór-
byggingar þeirrar sem hýsir
umsvif Jósafats Hinriksson-
ar iðnrekanda að Súðarvogi 4 í
Reykjavík hefur á fimm og hálfu ári
orðið til glæsilegasta sjóminja- og
smiðjumunasafn landsins, en það
var opnað haustið 1988. Þeir sem
heimsækja safnið leggja fyrst leið
sína upp hringstiga í allháum gler-
turni og þegar upp kemur blasir
safnið við - og vekur þegar furðu
vegna stærðar og fjölbreytni. Sjó-
mannadagsblaðið sótti Jósafat heim
og margs þurfti að spyrja: Hvernig
hefur einstaklingur haft burði til að
koma öðru eins safni upp af eigin
rammleik, bæði hvað varðar þá
óhemju vinnu og fjármuni sem
þetta hefur kostað? Þá eru þær
spurningar ekki fáar sem sjálfir
safngripirnir vekja en ekki nema
örfáu gefst tóm til að fá svarað eða
lýsa í þessu spjalli.
„Safnið opnaði ég með viðhöfn þann
15. október 1988 á aldarafmæli föður
míns, Hinriks Hjaltasonar járnsmiðs
og vélstjóra í Neskaupstað," segir Jós-
afat Hinriksson. „Þetta var eftirminni-
legur dagur því margt fyrirmanna í
þjóðlífinu sótti mig þá heim og gæti
ég talið mörg þekkt nöfn. Þar sem
safnið er helgað minningu föður míns
er ekki fráleitt að byija á að benda á
smiðju hans sem ég hef endurreist í
fullri stærð hérna inni. Þar er því ekki
um neitt „módek' að ræða. Mikill
hluti smiðjunnar er auk þess sá upp-
runalegi, svo sem skiltið yfir dyrunum
„Eldsmiðjan - 1926“. Ég fékk líka
dyrnar úr gömlu smiðjunni hans,
smíðabekkina og flestöll verkfærin
sem hann notaði við smíðarnar, en
verkfærin smíðaði hann yfirleitt sjálf-
ur. Þá eru upprunalegu vinnubekkirnir
hans hér, steðjinn hans og meira að
segja síðasta vinnusvuntan! Á verk-
stæðinu getur líka að líta tvær stórar,
handknúnar borvélar, sem hvergi er að
finna lengur það ég best veit.
Faðir minn var fæddur á Eyri í
Skötufirði við ísafjarðardjúp, en flutti
til ísafjarðar og lærði smíðar hjá Sig-
mundi Kristjánssyni 1905-1909. Eftir
það starfaði hann hjá Ásgeirsverslun
sem járnsmiður og að viðhaldi 1910-
1914 og starfaði um skeið í vélsmiðju
Jens Hansen Jessens þess sem setti
fyrstu vélina í íslenskan bát, Stanley,
árið 1902. Pabbi var frábær smiður og
fyrir sveinsstykkið sitt, fjölnota töng,
hlaut hann sérstakt heiðursskjal á iðn-
sýningu þeirri sem haldin var í
Reykjavík á aldarafmæli Jóns Sig-
urðssonar 1911. Ég á hér bæði teikn-
ingu af þessari töng og mynd af heið-
ursskjalinu. Faðir minn var í fyrsta
árganginum sem innritaðist í Vél-
stjóraskólann 1915 og lauk þaðan
prófi 1917. Hann bjó eftir það í
Reykjavík að Barónsstíg 10 eða til
ársins 1926 þegar fjölskyldan fluttist
austur á Neskaupstað og þar starfaði
hann alla tíð síðan. Ég var þá tveggja
ára, en ég er fæddur þann 21. júní
1924.“
„Ég hef aldrei
sótt um vinnu á ævi minni“
„Svo ég segi dálítið af ferli mínum, þá
fór ég snemma að vinna. Ég var 7 eða
8 ára þegar ég tók að vinna við salt-
fiskbreiðslu og í smiðju föður míns,
en þar lærði ég að lóða og önnur
smíðastörf. Seinna lá leiðin á sjóinn.
Ég var þá 13 ára. Fyrsti útgerðarmað-
urinn var vinur minn Lúðvík Jóseps-
son sem þá gerði út línubátinn Enok
fyrir austan og því þótti mér fara vel á
að fá hann til að opna safnið hérna
formlega 1988.
Ég lauk hinu minna mótóristaprófi í
i F
w \ 'jrmgm ilfl