Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 67

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 67
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 65 eru störf okkar farmanna. Verði ekki brugðist við strax er hætta á að þau fari sömu leið og skipasmíðaiðnaður- inn Þú nefndir að þér þætti ríkisvaldið svifaseint að gera eitthvað til úrbóta? ,,Já, okkur farmönnum finnst það. Ég minntist hér áðan á Sinettuslysið. Hverjir skyldu það vera sem taka skip eins og Sinettu á leigu til mjölflutn- inga og annars? Það voru Síldarverk- smiðjur ríkisins! Þarna erþá ríkisfyr- irtæki sem gengur á undan öðrum í því að svipta íslenska farmenn atvinn- unni. Hér kemur skammsýni nútíma- hagfræði enn í ljós - hagstæðar tölur fást fram í bili, en dæmið er aldrei reiknað til enda. Ekkert af þeim pen- ingum sem fara úr landi í mynd flutn- ingsgjalda og fleira mun skila sér aftur í sköttum til íslenska ríkisins. Ég var hjá Ríkisskip þrjú síðustu árin sem það fyrirtæki var rekið og þar varð ég vitni að mörgu undarlegu. Alltaf vorum við að verða vitni að því að vörur sem ríkisfyrirtæki áttu voru flutt með einhverjum öðrum - Eim- skip, Samskip eða þá með flutninga- bílum. Viðkvæðið var að þeir hjá Rík- isskip væru að bjóða í fragtina vegna einokunaraðstöðu sinnar - og þau „rök“ virtust nægja. Þannig buðu Rík- isskip í áfengisflutninga út á land, en fengu þá ekki - vegna þess að þeir voru með lægstu tilboðin. Þeir hefðu svosem ekki fengið flutningana held- ur þótt þeir hefðu verið með hæstu tilboðin. En til hvers erum við (og ég segi við þar sem við sem ekki höfum efni á að kaupa bréf í þessum hlutafé- lögum eigum þó óumdeilanlega ríkis- fyrirtækin) að vinna gegn því að þau geti borið sig. Ég tel að hver sá sem á flutningafyrirtæki mundi flytja eigin vörur á þess vegum. En Ríkisskip fengu aldrei að hækka flutningsgjöld sín og skoðun mín er sú að markvisst hafi verið unnið að því að fyrirtækið bæri sig ekki. Gaman væri að vita hve mikið kom í ríkiskassann þegar ríkis- fyrirtækið Ríkisskip var selt - eða var það gefið? Önnur skipafélög eru nú að vísu farin að sigla á ströndina, en ekki er ég viss um að þjónustan sé sú sama.“ En svo við víkjum að þér sjálf- um. Hve lengi varstu á sjónum? „Ég byrjaði á sjó hjá Landhelgisgæsl- unni þegar ég var sextán eða sautján ára gamall. Skipið var Óðinn og ég var dagmaður í vél. En það átti illa við mig að vera niðri í vélarrúmi þar sem ég var sífellt sjóveikur. En einn dag- inn var ég lánaður upp á dekk og þar með hvarf sjóveikin. „Þú átt að vera á dekki!“ sagði bátsmaðurinn, og nokkru eftir að við komum heim var haft samband við mig (enginn sími var heima, svo þeir sendu einn af há- setunum) og mér var boðið pláss sem viðvaningur. Ég var farinn að halda að ég yrði aldrei sjómaður, en nú breytt- ist það. Aftur á móti ætlaði ég mér að verða farmaður og ekkert annað. Sumarið þegar ég var átján ára var ég við síldarútskipun á Reyðarfirði, en þar er ég fæddur, og um haustið rættist draumurinn: Ég fékk vinnu um borð í Helgafellinu og var þar í rúmt ár. Nokkru síðar hóf ég siglingar hjá Eimskip og var þar uns ég fór í Stýri- mannaskólann 1967. Síðasta veturinn minn í skólanum var atvinnuástand orðið slæmt hjá far- mönnum og ekki ólíkt því sem nú er. Þó var það ekki eins slæmt og orsak- irnar voru aðrar - einkum meira fram- boð á mönnum. Þegar ég lauk prófi hafði ég því skrifað til Danmerkur og fengið pláss hjá dönsku útgerðarfélagi sem hét Ove Skou. Á skipum þess sigldi ég í fimm ár, kom ekki heim nema í fríum. Ég var kvæntur þegar ég fór utan en fráskilinn þegar ég kom heim í fyrsta fríið, en úthaldið var 12- 16 mánuðir. Vorið 1975 réði ég mig til Hafskipa og var þar í tæpt ár, en eftir það var ég hjá Eimskip í heil þrettán ár. Þá lá leiðin til Ríkisskip eins og ég gat um, en undir lokin var ég hjá Herjólfi, eða til síðustu áramóta.“ Þú komst talsvert við sögu í Herjólfsdeilunni? „Ég var stýrimaður á Herjólfi þegar við fórum í verkfall þar. Ég var þá orðinn formaður Stýrimannafélags Is- lands og varð því að standa í samn- ingagerð og öðru sem að deilunni laut. Stjórn Herjólfs þurfti að finna sér ein- hvern blóraböggul, þrátt fyrir að þeir vissu að deilan snerist um gamalt vandamál sem orðið var til inni á borði hjá þeim sjálfum. En þeir voru ekki menn til þess að taka á hlutunum, heldur hlupu undir pilsfald stjórn- málamanna og VSÍ. En einhvern sökudólg varð sem sagt að finna: Hann fundu þeir í mér og ég var látinn fara. Þegar þar að kom var ekkert starf að hafa, hvorki hjá Eim- skip né Samskip og ég vann við þrif um tíma en er atvinnulaus þegar þetta er talað. Ég vona auðvitað að úr því rætist, því það er mikið atriði að hafa vinnu og skiptir þá ekki alltaf öllu hvað unnið er við. Ég hef aldrei talið eftir mér að vinna hvað sem er þegar þörf krefur. Auðvitað var óánægjan orðin mikil á Herjólfi, eins og alltaf hlýtur að verða þegar yfirmennirnir þurfa að horfa upp á það að undirmenn þeirra fá alltaf þykkara launaumslag og oft fyrir styttri vinnutíma. Stöðugt var verið að segja að nú gengi þetta ekki lengur og yrði að lagfærast - en ekkert var gert. Þegar dómurinn loks gekk var hann í þá veru að lækka laun und- irmanna. Ein forsenda dómsniður- stöðunnar var sú að verið væri að taka mið af launaþróun í landinu og þetta þýddi að auki að við yfirmennirnir mundum enga kjarabót fá. En vissu- lega var ekki verið að taka mið af neinni launaþróun með því að lækka þau laun sem menn höfðu áður haft. Það var siðleysi. Þegar við yfirmennirnir vorum í verkfalli var sem kunnugt er ekki hægt að ræða við okkur vegna þess að þeir gátu ekki fengið undirmenn að samningaborðinu. En þegar undir- menn hótuðu verkfalli fyrir áramót var rokið upp til handa og fóta og samið við þá í skyndi. Við okkur var ekkert samband haft þótt okkar samn- ingar væru lausir líka. En ég fullyrði að þótt hér hafi orr- usta tapast, þá er stríðið ekki búið. Á þeim tíma sem ég hef verið formaður Stýrimannafélags Islands hefur fátt gerst sem til meiri tíðinda má telja, því mál standa svo að fátt verður aðhafst í hinum stærri málum. En ég vona að ég hverfi ekki svo úr þessu starfi að Her- jólfsmálið verði þá enn í því horfi sem það nú er.“ AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.