Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 73
SJÓMANNADAGSBUÆJIÐ
71
Byrjaði hann þá formennsku, fyrst
fyrir vorbát, en síðan fyrir vetrarver-
tíðarskipi. Tók hann þá Þuríði fyrir
háseta og þótti það nýlunda að stúlka
fyrir innan tvítugt væri ger jöfn við
fulltíða karlmenn er afla var skipt. Þó
líkaði hásetum þetta vel, því bæði var
Þuríður hveijum manni fisknari og hin
fljótasta og snarasta til hvers sem var,
og svo var hún einkar örugg og úrræða-
góð, aðgætin og glöggsæ, svo að skips-
menn skutu oft máli til hennar er á þótti
ríða og þótti hún ráða úr bæði fljótt og
vel. Liðu nú 6 ár svo að Þuríður var
háseti Bjama bæði vor og vetur frá því
hann byrjaði formennsku.“
Bátsendaveðrið 1799
Sjór og veður ráða oft farnaði sjó-
manna og við náttúruhamfarirnar sem
urðu 9.janúar 1799 og nefnt var
,,Stóraflóð“ við Suðurströndina en
,,Bátsendaveður“ við Faxaflóa, urðu
þáttaskil í sjómennsku Þuríðar. Skip
Bjama bróður hennar brotnaði í nausti
og varð ósjófært. Þá falaði annar for-
maður Þuríði sem háseta. Tildrög
þessa segir Brynjúlfur Jónsson hafa
verið þannig:
„Jón (Þórðarson í Móhúsum)
hreppstjóri aflaði manna best, enda
sótti hann djarft sjó. Hann var mann-
vandur mjög og vildi eigi aðra háseta
en þá, er annað hvort voru hraust-
menni eða' góðir fiskimenn og helst
hvorttveggja. Völdust menn mjög til
hans. Það var honum kunnugt að Þur-
íður var betri fiskimaður en aðrir
menn og auk þess mjög glöggsæ á allt
það er til sjómennsku heyrði. Nú er
skip Bjarna var brotið falaði Jón hana
til sín.
„Ég er ekki maður til að róa hjá
þér,“ sagði hún.
„Þorirðu ekki að róa hjá mér?“
spurði hann.
„Brestur dug en ekki hug,“ segir
hún.
„Dug hefurðu að draga fisk hjá mér
eins og öðrum,“ segir hann; „það sem
örðugara er gera aðrir; þeir vilja vinna
það til.“
Þuríður sagði þá sem satt var að hún
var ráðin hjá Bjarna og hann ætlaði að
smíða upp skipið. Þá sagði Jón:
„Sleppum því þá í þetta sinn, en ráddu
þig ekki hjá honum aftur, róðu hjá mér
að vetri.“ „Því læt ég Bjarna ráða,“
sagði hún. Síðan talar hún um þetta
við Bjarna. Hann sagðist vilja að hún
yrði hjá sér meðan unnt væri. „Meiri
afla fær móðir mín eftir mig hjá Jóni
en þér,“ segir Þuríður. „Heyri ég að þú
vilt fara til Jóns,“ segir Bjarni, „og
skaltu ráða.“
19 vertíðir
hjá Jóni í Móhúsum
Það varð úr að Þuríður réðist til Jóns;
reri hún fyrst hjá honum veturinn
1800 og var hún þá 23 ára. (Þetta mun
ranghermi. Þuríður hefur fyrst ráðist
háseti til Jóns tvítug að aldri árið
1797.) Var hún síðan háseti hjá honum
19 vetrarvertíðir. Féll þeim vel hvoru
við annað og sagði hann henni margt
frá yngri árum sínum, sem hann sagði
eigi öðrum.
Hásetar Jóns höfðu Þuríði í háveg-
um. Bar margt til þess. Jón þótti held-
ur þaulsætinn á sjó í brimi og djarfur
þótti hann að hlaða skip sitt; en Þuríð-
ur var aðgætin um það sem annað og
hafði einurð til að segja honum það er
henni sýndist. En hann tók jafnan vel
skynsamlegum ástæðum og varð það
að venju að hann fór að tillögum Þur-
íðar. Tók hann eftir því að Þuríður
fýsti jafnan heimferðar í tíma, en þá
svo, að eigi var seinna betra. Það kom
líka fyrir að Jón átaldi háseta fyrir eitt
og annað og eigi með þeirri nærgætni
og sanngirni sem þeim þótti hæfa.
Svaraði Þuríður þá jafnan fyrir þeirra
hönd og kom öllu í gott lag. Af þessu
vöndust þeir á að láta Þuríði svara fyr-
ir sig hvenær sem þurfti. Einnig var
Þuríður skemmtileg, ræðin og upp-
lífgandi á sjó og landi. Það orð lagðist
á að Þuríður væri formannsefni.“
Þuríður varð fyrst formaður með
vorbát árið 1804. Fyrsta skipið sem
hún var formaður fyrir á vetrarvertíð
lét Jakob Árnason prófastur í Gaul-
verjabæ smíða og var Þuríður með
það árin 1816-1830. Þá var um skeið
fiskileysi og ógæftir hjá Stokkseyrar-
skipum og fluttu margir skip sín til
Þorlákshafnar. I Þorlákshöfn var Þur-
íður formaður með sexæring á vetrar-
vertíðum árin 1830-40.
Einkamál Þuríðar
Þuríður átti um ævina tvo sambýlis-
menn og einn eiginmann, og voru þeir
allir myndarmenn. Sambúðin varð þó
í öllum tilvikum stutt, því menn verða
að vera miklir af sjálfum sér til þess að
meta sambúð við svo mikilhæfa konu.
Allir vildu þeir taka af henni ráðin, en
hún sleit sambúðinni án alls fjand-
skapar.
Eina dóttur eignaðist Þuríður og hét
hún Þórdís Erlendsdóttir, fædd 1805
og dó hún þriggja ára gömul.
Búskap rak Þuríður og hafði hjú.
Ekki þótti henni græðast fé á búskap,
því hún var framkvæmdasöm og
byggði gjarna upp bæjarhús á þeim
jörðum sem hún tók á leigu.
Harðæri var mikið í landinu alla
starfsævi Þuríðar og sum árin mann-
fellir. Hún var útvegasöm um matföng
og kunni að notfæra rætur og sjávar-
fang betur en almennt gerðist og varð
henni vel til hjúa.
Nokkrar stúlkur voru hjú Þuríðar og
fylgdu henni til sjóróðra meðan hún
var háseti hjá öðrum, en voru skip-
verjar hennar eftir að hún tók við for-
mennsku. Þess er við getið af Jóni
Jónssyni á Hlíðarenda og fleiri heim-
ildarmönnum að Þuríður gerði sér far
um að kenna ungum konum til sjó-
mennsku.
Þuríður Einarsdóttir dó á Eyrar-
bakka þann 13. nóvember 1863 og
lýkur hér að segja af þeirri konu sem
mest orð hefur getið sér á Islandi fyrir
sjósókn.
(Þáttur þessi er fengintt úr riti
Þórunnar Magnúsdóttur sagn-
frœðings, „Sjósókn sunnlenskra
kvenna “).