Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 77

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 77
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 75 „Sáum skip verða fyrir árás aðeins skammt frá okkur“ - rætt við Rósu Einarsdóttur sem var í áhöfn norska flutningaskipsins Lyru á hættutímum síðari heimsstyrjaldarinnar Rósa Einarsdóttir með Faxaflóann í baksýn. Skip bandamanna voru ekki einu sinni óhult fyrir kafbátum Þjóðverja, þótt þau vœru komin upp undir landsteina hér við land. (Ljósm. Sigurður Sverrisson) Nú er hálf öld liðin og ári betur frá því er straumhvörf urðu í orrustunni um Atlantshafið í heimsstyrjöldinni síð- ari. A vormánuðum 1943 náðu banda- menn yfirhöndinni í baráttunni gegn kafbátahernaði Þjóðverja, sem gert höfðu mikinn usla í kaupskipaflota þeirra allt fram að þeim tíma. Þótt ógnunin af kafbátum Þjóðverja hefði verið fyrir hendi allt til stríðsloka í maí 1945 syrti stöðugt í álinn hjá þeim á síðustu tveimur árum styrjaldarinn- ar. Þeir misstu að jafnaði hálfan annan kafbát fyrir hvert kaupskip sem þeim tókst að sökkva. En eigna- og mann- tjón hildarleiksins á Atlantshafi var gífurlegt. Þjóðverjar sökktu rúmlega 4000 kaupskipum sem nam rúmlega 21 milljón lesta og misstu sjálfir 785 kafbáta og tugþúsundir fórust. Til að minnast þessara ára var í fyrra farin hópsigling skipa frá öllum þeim þjóðum sem tóku þátt í orrustunni um Atlantshafið, bæði í hernaðinum og í öðrum flutningum um hafið á stríðsár- unum. Skipin sigldu upp Mersey-ána að hafnarborginni Liverpool í Eng- landi. Þessi athöfn fór fram þann 24. maí og meðal skipanna var varðskipið Týr. Islensk skip sigldu líka mikið til Englands á þessum árum og aðallega með fisk. Þerna á Lyru Rósa Einarsdóttir sem nú er búsett að Höfðagrund 19 á Akranesi er ein þeirra er sigldi á þessum hættutímum í kaupskipaflota bandamanna milli Is- lands og Bretlands. Hún var skips- þerna á norska farþega- og flutninga- skipinu Lyru frá ársbyrjun 1943 og allt til stríðsloka. Hún fór alls 25 ferðir yfir hafið til Bretlands þar sem hættan af ferðum kafbáta Þjóðverja var alltaf á næsta leiti. Þótt hún sjálf og skipið sem hún var á slyppi blessunarlega við áföll af völdum Þjóðverja, þá sá hún með eigin augum þegar önnur kaupskip, sem voru í aðeins nokkurra tuga metra fjarlægð, urðu fyrir tundur- skeytum þeirra og sukku í hafið. Eins og gefur að skilja var álagið á áhöfn- um þessara skipa gífurlegt og lagðist af mismiklum þunga á einstaklingana. Tvo þeirra er voru í áhöfn Lyru varð að flytja á land í Englandi til læknis- meðferðar þegar taugar þeirra brustu eftir langvarandi spennu sem óviss- unni fylgdi. Rósa sagði að þótt hún og fleiri hefðu ekki fundið fyrir nagandi ótta í þessum ferðum, þá hefði þetta að sjálfsögðu alltaf blundað í þeim og það hefði ekki verið fyrr en að stríðinu lauk að ýmis einkenni af völdum hild- arleiksins gerðu vart við sig. Fékk heiðursmerki í nóvember 1979 var Rósa ásamt fleir- um er voru í kaupskipaflotanum sæmd heiðursmerki frá norsku þjóð- inni og með því fylgdi áritað heiðurs- skjal frá Olafi Noregskonungi sem þakklætisvottur fyrir framlag hennar og einnig heiðursmerki og skjal frá stjórn norska kaupskipaflotans. „Það blés ekki byrlega í fyrstu ferð minni með Lyru,“ sagði Rósa. „Þetta var í febrúar 1943 og var ferðinni heit- ið til Bretlands. Meðal farþega voru grískir skipbrotsmenn, en skip þeirra var skotið niður af þýskum kafbáti við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.