Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 82

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 82
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 80 Aðalbjörg RE-5 var sjósett 1935. Árið 1960 var báturinn lengdur og síðar voru ýmsar aðrar breytingar gerðar á honum. Síðla hausts 1986 kom Aðalbjörg úr sínum síðasta róðri og er nú safngripur íArbœjarsafni. undra þótt örvænting gripi um sig meðal farþega og áhafnar. Aðeins einn skipsbátur til reiðu og 60 manns um borð, eins og heimildir greina frá. En nú dúraði vindur og landölduna lægði. Þá fyrst gátu Látramenn sjósett báta sína, ýtt úr vör og bjargað öllum af Goðafossi, farþegum og áhöfn. Hér má sem best minnast á að Goðafoss var fyrsta íslenska skipið búið loftskeytatækjum vegna væntan- legra Ameríkusiglinga. I þessari ferð var einmitt loftskeytamaður frá Mar- conifélaginu til starfrækslu og eftirlits með tækjum þessum um borð. En hvorki tæki né maður komu að nokkru gagni. Loftnetið sem strengt var á milli mastra slitnaði fljótt og þótt hægt hefði verið að tjasla upp einhverju loftneti hefði það lítið bætt ástandið þar sem verulegur hængur var á nyt- semi þessara tækja. Hér á landi var þá engin jarðstöð til að nema loftskeyti. Má leiða að því sterkum líkum að strand Goðafoss og öll sú umræða sem af því hlaust hafi flýtt fyrir því að loftskeytastöðin á Melunum var reist, en hún tók til starfa í júní 1918. Báðum þessum mönnum, Gunnari og Jóni, svaraði ég með nokkrum lín- um í lesendabréfi til Morgunblaðsins 26. janúar sl. undir yfirskriftinni „Báðir leita þeir langt yfir skammt", og gat þess jafnframt að þakksamleg- ar ábendingar þeirra hefðu rifjað upp ýmsa atburði þeim skylda og að ef til vill mundi ég geta þeirra síðar. Það skal nú reynt og tel ég Sjómannadags- blaðið réttan vettvang þeirra hugrenn- inga. T\indurspillirinn „Skeena“ strandar Aftakaveður geisaði inn um sund og útum eyjar aðfaranótt 25. október 1944. Skömmu eftir miðnætti er Einar formaður Sigurðsson á mótorbátnum Aðalbjörgu RE-5 (22 tonna eikarbát- ur), vakinn og beðinn að mæta sem skjótast í höfuðstöðvar breska hersins við Reykjavíkurhöfn. Það tekur „Mr. Aðalbjörg“, en svo var Einar jafnan kallaður af Bretum, ekki langan tíma að koma sér á vettvang. Þar fær hann þær fréttir að kanadiski tundurspillir- inn Skeena, 3000 tonn með 213 manna áhöfn væri strandaður „ein- hvers staðar við Viðey“. Nú átti „Mr. Aðalbjörg“ að fara á báti sínum, finna strandstaðinn og bjarga mönnunum. Bretarnir þekktu Einar formann af góðu einu, dugnaði og harðfylgi. Hann hafði verið í förum á vegum hersins á milli Reykjavíkur og Hvíta- ness í Hvalfirði, og Aðalbjörg RE-5 var happafleyta undir öruggri stjórn Einars. Hann lætur úr höfn á báti sín- um og Sundin þekkir hann öllum mönnum betur. Hann finnur í blind- hríð og foráttubrimi, Skeena, sem veltist um í flæðarmálinu við NV- odda Viðeyjar og skynjar þegar að af sjó verður engri björgun við komið. Einar heldur því aftur til hafnar. Enn er lagt af stað og nú á tveimur innrásarprömmum sem stjórnað er af Ameríkönum, en sjálfur björgunar- leiðangur Breta telur 22 menn. Einari er falin stjórn hans, „COS COMM- ANDER ON SCENE". Ýmsum bún- aði er komið fyrir á prömmunum, skjólfatnaði og vistum ásamt björgun- arbúnaði, línubyssu af Coston-gerð og köðlum. Landtaka í Sandvík á austur- strönd Viðeyjar er reynd tvisvar sinn- um. Loks í þriðju tilraun tekst hún giftusamlega. Búnaður allur er borinn yfir eyjuna að strandstað og björgun hafin. Arangurslausar tilraunir voru gerðar til að skjóta línu út í Skeena, en loks tókst skipbrotsmönnum sjálfum að skjóta línu í land. Skipbrotsmenn eru nú dregnir á land í korkflekum með neti í botni. Lækningastofu er komið upp í eyjunni þar sem hver maður er skoðaður, „Mr. Aðalbjörg“ líka, blautur, svartur af olíu upp fyrir haus og gegnkaldur eftir að hafa stað- ið í sjó alla nóttina. Um kl. 10.00 um morguninn hefur auðnast að bjarga eftirlifandi 198 sjó- liðum af Skeena, en 15 hafa farist. Allir björgunarbátar hafa ónýst við strandið og því eru björgunarflekar (Carla Floats) bundnir saman og tengdir við skipið með dráttartaug. Reynt er að fleyta þeim og róa (paðla) til lands, en taugin slitnar og flekana rekur frá skipinu. Þar um borð eru 15 „Mr. Aðalbjörg", Einar formaður Sig- urðsson með heiðursorðuna - „Member of the British Empire “ — í barmi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.