Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 84
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
82
Togarinn Gullfoss RE-120 fórst með allri áhöfii, 19 mönnum, undan Snæfellsnesi 28.
febrúar 1941.
Örlagadagurinn
28. febrúar 1941 - Togarinn
Gullfoss RE-120-TFAD ferst
við Snæfellsnes
í lok febrúarmánaðar skellur á óveður
af norðaustri eins og þau geta orðið
verst og magnast í fárviðri er líður á
aðfaranótt 28. febrúar. Miklar
skemmdir verða á mannvirkjum og
mikið tjón á bátum í ýmsum höfnum
landsins.
Tilfinnanlegasta áfallið þessa óveð-
ursnótt var þegar togarinn Gullfoss
RE-120 fórst með allri áhöfn, 19
mönnum á norðanverðum Faxaflóa.
Ekkert samband náðist við togarann
og var því í fyrstu vonast til að loftnet
hefðu slitnað í þessu hamslausa veðri
og fjarskiptatæki því orðið óvirk. Víð-
tæk leit var gerð, bæði af varðskipun-
um Oðni og Ægi, björgunarskipinu
Sæbjörgu, níu togurum auk flugvélar-
innar TF-Örn, og einnig tóku herflug-
vélar þátt í þessari leit. Leitin bar eng-
an árangur og ekkert fannst sem bent
gæti til afdrifa skipsins.
Togarinn Gullfoss hét upphaflega
Gustav Mayer, þýskur togari frá Wes-
ermunde, smíðaður 1920, og var 214
brl. að stærð. Aðfaranótt 20. febrúar
1933 strandaði togarinn á Svínadals-
fjöru í Meðallandi. 13 manna áhöfn
sakaði ekki. Næstu daga var unnið að
björgun alls lauslegs úr skipinu, sigl-
ingatækjum, kolum o.fl. og var
strandgóssið selt á opinberu uppboði.
Þótti þá sýnt að skipið næðist ekki út.
Nokkru síðar tókst að ná skipinu af
strandstað undir stjórn Einars Einars-
sonar skipherra á varðskipinu Ægi. I
fyrstu var togarinn Gullfoss í eigu
samnefnds samvinnuútgerðarfélags í
Reykjavík, en 1936 keypti Magnús
Andrésson, Reykjavík, skipið af
Landsbanka Islands.
Aftur skal vikið að athugasemd
Gunnars bókavarðar í fyrrnefndu
bréfi til Morgunblaðsins, þegar bjsv.
Þorbjörn í Grindavik bjargaði 42ja
manna áhöfn af togaranum Jóni Bald-
vinssyni RE-208 er strandaði við
Reykjanes hinn 31. mars 1955 og frá
er greint sem „fjölmennustu björgun
hér við land, er 42 mönnum var bjarg-
að í björgunarstól." Það er heldur ekki
rétt.
Persier strandar
á Kötlusöndum
Nú liggur leiðin austur fyrir fjall, alla
leið á Kötlutanga á Mýrdalssandi, þar
sem belgiska vöruflutningaskipið
Persier er strandað, 8200 tonn, full-
fermt af hrájárni og bifreiðum og
áhöfnin telur 44 menn. Varðskipið
Ægir, sem þá er í Vestmannaeyjum,
nemur fyrsta neyðarkallið frá Persier
og heldur strax á strandstað og biður
jafnframt Skipaútgerð ríkisins að
koma boðum til bjsv. SVFÍ í Vík í
Mýrdal. Þau boð ná aldrei til Víkur.
Veðurhamurinn hefur brotið staura og