Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 88
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
86
Togariitn Sviði GK-7 frá Hafnarfirði fórst með allri áhöfn, 25 mönnum, úti afSnœfells-
nesi 2. desember 1941.
Hrauni er maður sendur til Grindavík-
ur og björgunarsveitin kölluð út, sem
þegar heldur á strandstað. Björgunar-
tækin eru sett á pallbíl, en þar sem
ekki er bílfært alla leið á strandstað
þarf að bera hin þungu tæki drjúgan
spöl.
Og hvaða hugsanir sækja að þessum
björgunarmönnum sem nú í fyrsta
sinn fá að reyna sig við beljandi brim-
ið í roki og kulda og auk þess í niða-
myrkri útmánaðar? Aðeins viku áður
höfðu þeir fengið þessi björgunartæki
til umráða, lært meðferð þeirra og
notkun á einni samæfingu undir ör-
uggri tilsögn hins merka brautryðj-
anda og frömuðar Jóns E. Bergsveins-
sonar, erindreka Slysavarnafélags Is-
lands.
í fyrsta bindi bókaflokksins ,,Þraut-
góðir á raunstund" er snjöll lýsing
Steinars J. Lúðvíkssonar af fyrsta
fluglínuskotinu til björgunar manna í
sjávarháska:
„Einar og Guðmundur verða sam-
mála um miðunina. Allt er tilbúið fyrir
skotið. Guðmundur Erlendsson tekur í
gikkinn. Hamarinn smellur fram og
sprengir púðurskotið í byssunni. A
sama andartaki kveikir það í eldflaug-
inni og hún þýtur af stað með háværu
hvisshljóði. I fyrsta skipti hefur verið
skotið úr línubyssu til björgunar á Is-
landi.
Mennirnir fylgjast spenntir með
eldflauginni, þar sem hún klýfur loft-
ið. Skotið heppnast prýðilega. Línan
kemur yfir skipið rétt fyrir framan
stjórnpallinn. Það er auðvelt fyrir
skipsmenn að ná til hennar. Þeir verða
reyndar að sæta lagi að ná henni, en
skjótt er hún í þeirra höndum. Sam-
band er fengið við land.
Björgun skipbrotsmannanna 38 af
Cap Fagnet gekk að óskum, en þó
mátti ekki tæpara standa, því aðeins
nokkrum klukkustundum eftir björg-
unina hafði skipið algjörlega eyðilagst
á strandstaðnum.“
Ekki er það ætlunin að tíunda og
greina frá hverjum einstökum atburði
í glæstri sögu björgunarsveitarinnar
Þorbjörns, sem hefur auðnast að
bjarga 214 mönnum úr sjávarháska,
bæði innlendum sem erlendum.
Við stofnun SVFÍ og útvegun flug-
línutækjanna voru tímamót mörkuð í
íslenskri björgunarsögu. Eins og al-
þjóð veit hefur mörg skotlínan hæft í
mark og margar styrkar hendur björg-
unarmanna þanið líflínuna með björg-
unarstólnum til lands. Tengt þannig líf
við land.
Lokaorð
Þennan eftirminnilega febrúardag
1941 voru rismikil björgunarafrek
innt af hendi. A þessum eina sólar-
hring hafði auðnast að bjarga samtals
129 erlendum sjómönnum úr bráðum
sjávarháska og 9 íslenskum sjómönn-
um var bjargað við Skotlandsstrendur.
Þó bar þar á mikinn skugga sorgar og
söknuðar, þegar ljóst var að togarinn
Gullfoss frá Reykjavík hafði farist
með allri áhöfn, 19 mönnum. Sá sorg-
legi atburður leiðir hugann að nýju til
ársins 1941, hins ógnvekjandi og eins
mesta árs sjóslysa í sögu sjósóknar og
siglinga. Á því ári fórust alls 139 lög-
skráðir íslenskir sjómenn við skyldu-
störfin á hafinu og langflestir þeirra af
orsökum styrjaldarinnar á einn eða
annan hátt. íslenskir sjómenn kynnt-
ust svo sannarlega grimmdaræði og
miskunnarleysi hildarleiksins á haf-
inu. í marsmánuði einum var gerð
morðárás á þrjú íslensk fiskiskip í för-
um milli íslands og Englands og fleiri
skip íslensk fórust af hernaðarvöldum
sem vitað er með vissu.
Áður var getið um þegar togarinn
Gullfoss fórst með allri áhöfn og í
byrjun desember fórst einnig togarinn
Sviði GK-7 frá Hafnarfirði með allri
áhöfn, 25 mönnum.
Ekki má heldur gleyma að íslensk
skip björguðu fjölmörgum erlendum
skipbrotsmönnum af skipum sem far-
ist höfðu af orsökum hernaðarins á
hafinu. Má þar nefna er Brúarfoss
bjargaði 34 mönnum af skipi sem orð-
ið hafði fyrir tundurskeyti á milli Is-
lands og Bandaríkjanna og togarinn
Surprise frá Hafnarfirði bjargaði 29
mönnum af skipi sem sökkt hafði ver-
ið á milli íslands og Englands.
Að lokum óska ég íslenskum sjó-
mönnum og fjölskyldum þeirra til
hamingju með daginn og árna þeim
góðs gengis um alla framtíð.
Hannes Þ. Hafstein fyrrv. forstjóri
SVFÍ