Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 92

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 92
SJÓMAN NADAGSBLAÐIÐ 90 Guðmundur Gíslason Hagalín: A verði um gullkistuna Frásögn af viðskiptum varðbátsins Faxaborgar við rússneska veiðiflotann árið 1949 Eftirfarandi grein ritaði Guð- mundur Gíslason Hagalín rithöfundur á sjötta ára- tugnum eftir frásögn Garðars Páls- sonar skipherra. Hér segir frá ævin- týralegum viðskiptum varðbátsins „Faxaborgar“ við erlend veiðiskip, einkum rússnesk, nokkru eftir styrjöldina eða árið 1949. Ekki kemur að sök að greinin ber nokkur merki þess tíma er hún var rituð og mun lesendur undra hver afrek hin fáu og smáu varðskip Islendinga fengu unnið á þessum tíma sem svo oft síðar. Mikið má, ef vel vill. Sumarið 1949 var vélbáturinn Faxa- borg leigður ríkinu til landhelgis- gæslu. Bátur þessi var nýlegur, var einn af þeim, sem Islendingar létu smíða í Svíþjóð í lok styrjaldarinnar. Hann er rúmar hundrað smálestir, og hámarkshraði hans var níu mílur. Skipherra var Þórarinn Björnsson. Hann er fæddur á Þverá í Hallárdal árið 1903, lauk farmanna- og eimvéla- prófi við stýrimannaskólann 1924. Hann hefur verið í þjónustu landhelg- isgæslunnar síðan árið 1926 og er nú skipherra á varðskipinu Ægi. Hann er ágætur sjómaður og yfirmaður og hef- ur tekið fjölda skipa í landhelgi, áður fyrrum við mjög frumstæð skilyrði. Fyrsti stýrimaður var Garðar Pálsson - og annar Þórarinn Gunnlaugsson. Þá voru og á skipinu tveir vélstjórar, þrír hásetar og matsveinn - eða alls níu manns. I byrjun septembermánaðar var Faxaborg send til gæslu við Norðaust- urland. Tók hún þar við gæslunni af varðskipinu Ægi. Tíðarfar var gott, oft logn og hiti, og var fjöldi skipa við síldveiði á svæðinu frá Langanesi og suður fyrir Vopnafjörð. Hélt Faxa- borgin sig mest á þessu svæði og hafði gát á erlendum síldveiðiskipum. Hinn níunda september kom hún að þremur Varðbáturinn Faxaborg. erlendum skipum innan við fiskveiða- takmörkin hjá Digranesi, sunnan Bakkafjarðar. Var eitt þeirra spænskt og tvö norsk. Voru skipshafnirnar að bæta net sín. Islensk lög mæla þannig fyrir, að erlend veiðiskip megi aðeins halda sig inni í landhelgi, ef þau flýja í var vegna ofviðris, þurfa að gera við bilanir, afla sér vista eða leita læknis, og er erlendum skipshöfnum með öllu óheimilt að vinna innan landhelginnar að verkun afla eða viðgerð veiðar- færa. Skipstjórum skipanna var veitt áminning, og fóru þau síðan út fyrir fiskveiðatakmörkin. Rússar höfðu hafið síldveiðar á Is- landsmiðum, þegar hér var komið. Tvö móðurskip voru þarna á veiði- svæðinu og fjöldi veiðiskipa. Annað móðurskipið var tíu þúsund smálestir og hitt sex þúsund. Veiðiskipin voru um tvö hundruð smálestir, og voru þau knúin mótorvélum. Að kvöldi þess tíunda hélt Faxa- borgin norður yfir Bakkafjarðarflóann og upp undir Langanesið. Þegar þang- að kom, sáu skipverjar, að hið minna móðurskip Rússanna kom út með nes- inu, allnærri landi. Það hafði nótabát í togi. Fyrsti stýrimaður á Faxaborg var á verði, en skipherra var vakandi. Stýrimaður tilkynnti honum þegar, hvað í efni væri, og var síðan hringt á fulla ferð og allir skipverjar kvaddir á þiljur. Þegar varðskipin koma að veiðiskipi, sem talið er í landhelgi er staður skipsins merktur þannig, að skotið er út stóru dufli, sem á er veifa. Duflinu er lagt við dreka, sem við er festur bútur af hlekkjafesti, en niður- staðan er lipur stálvír. Nú var þetta dufl haft til reiðu, og skipsbáturinn losaður úr tengslum. Síðan gekk einn hásetinn, Jóhann Andrésson, sem nú er bátsmaður á varðskipinu Þór, fram í stafn, svipti hlífðardúknum af fall- byssunni og setti í hana púðurhylki. Þá er varðbáturinn átti skammt ófar- ið að móðurskipinu, var hleypt af byssunni. Ferlíkið rússneska lét sem ekkert væri, hélt áfram för sinni og sýndi engin merki þess, að skipstjóri hefði skilið, hvað um væri að vera. Var þá skotið öðru sinni, og nú brá svo við, að móðurskipið nam staðar. Varð- báturinn stansaði ekki fyrr en hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.