Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1928, Page 38

Eimreiðin - 01.04.1928, Page 38
134 KAIRO-FÖR eimreiðiN er að minsta kosti 130 km. vegalengd, svo heldur hefur úlf' aldinn teygt úr kryppunni. Ég reið í kringum hvern hinna þriggja stóru pýramída fyrir sig, innanum ýmsa minni pýra- mída, rústir af musterum og gamla grafreiti. Fór síðan af baki hjá Kheopspýramídanum og gekk í kring um hann og nokkuð upp í hann, en af því að ekki var laust við sandrok, fór ég ekki upp á hann. Inn í göngin fór ég nokkra metra, en þau eru lág, dimm og snarbrött. Ég var um 2 klukku- stundir að þessu, og voru förunautarnir orðnir hræddir um mig og farnir að leita að mér í bíl. í fyrndinni voru tvær stórborgir rétt hjá, þar sem Kairo er nú. Hét önnur Memphis og var um 20 km. suður af Kairo. En hin var 10 km. norðaustur frá Kairo og hét Heliopolis- Báðar eru nú borgir þessar horfnar, og þarf æft auga til þess að skynja, að þær hafi fyrrum verið voldugar stórborgir- Rétt hjá rústum Memphisborgar er Sakkara; þar er fjöldi af pýramídum, og er sá dauðrareitur nálega það eina, sem minnir þar á forna frægð. Heliopolis hét Ón á máli Forn- Egyfta. Er hennar getið í biblíunni, t. d. í 1. Mósebók 41» 45, þar sem sagt er, að Faraó hafi gefið Jósef fyrir konu Asnat, dóttur Pótífera prests í Ón. En Grikkir kölluðu borg- ina Heliopolis — Sólarborg — vegna þess, að þar var sól- guðinn — Re-Harnakhte — mjög dýrkaður. Þar sést enn þa eitthvað af rústum upp úr sandinum, en ekki reyndi ég a^ átta mig á þeim. Hið eina, sem nokkuð ber á, er einstein- ungur (obelisk) 66 feta hár, úr rauðleitum granítsteini. Hann stendur einn og horfir yfir valinn. Á hliðum hans eru stor- kostlegar áletranir. Þær herma, að Sesostris I. konungur 1 Egyftalandi, sonur sólarinnar, hafi reist stein þenna. Og hefur hann þá staðið þarna óhreyfður í hér um bil 3900 ár. Nokkru nær Kairo er Nýja Heliopolis. Það er nýtízÞu bær, og þannig til kominn, að belgiskt félag reisir þar hei hverfi af afardýrum og glæsilegum stórhýsum, með breiðu,TI götum og torgum, gistihúsum, skemtistöðum og íþróttavo um. Ætlast félagið svo til, að hvítir menn búi þar fremur en í stórborginni. En mér sýndist flest húsin standa auð, en heyrði ég í Kairo, að það fyrirtæki hefði mishepnast og ek náð tilgangi sínum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.