Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1928, Page 64

Eimreiðin - 01.04.1928, Page 64
160 ALDURTILI ARNALDS EIMREIfilN sat hjá honum öðru hverju. Og nú vék hún hvergi. Sjúkl- ingurinn lagði höndina fram á rúmstokkinn, og Asgerður tók hana í lófa sinn. Eg veit það! mælti hann. Hvað veiztu, góði? Hún hélt að þetta væri óráðshjal. Eg veit það vel, að ég hef verið þér — ekki góður, — verið þér ónotalegur. Eg hef ekkert kvartað undan því, mælti hún. Nei, þú hefur ekki kvartað, Asgerður; þú hefur verið svo stilt, eða svo tamin. En þessi lífsbarátta, þessi búskapur, þetta líf, það gerir suma svo ergilega, býr til skráp á suma. Og svo þykir manni svo vænt um þessar reitur, sem fengnar eru með svo mikilli fyrirhöfn, og verður sárt um þær, atS láta léttúðina eyða þeim. Og svo kemur gremjan niður a þeim, sem manni þykir vænst um. Svo blasir þetta við alt, þegar reikningarnir eru gerðir upp. Asgerður þrýsti mögru höndina, sigggrónu og sinaberu, sem langt og mikið erfiði hafði markað. Það er gott! mælti hann. Hvað er gott? mælti Asgerður í hálfum hljóðum. Þetta, að þú tókst utan um mína krumlu, með lófunum þínum. Hann þagði um stund. Fyrir fjörutíu árum bauð ég þér hana og hét þér trúnaði. Það heit hef ég þó haldið, og þessvegna þori ég nú að deyja og mæta fyrir dómstóli guðs. Hann misti málið, og tárin runnu niður kinnarnar. Ásgerður brá svuntuhorninu upp að augum sínum. Arnaldur mælti eftir stundarþögn: Þetta er helfróin. Guðmunduv Friðjónsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.