Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1928, Side 86

Eimreiðin - 01.04.1928, Side 86
182 LÍKAMSMENT OG FjALLAFERÐIR EIMREIÐIN Til skamms tíma var það álitið ósiðlegt að tala um bert fólk. Fæstir höfðu hugmynd um, hvernig nakin manneskja leit út, hvað þá heldur fyrirmyndir. Á sviði listarinnar var ekkert til, sem bætt gæti þekkingu fólks á fögrum líkama. Nú er þetta nokkuð breytt, og einstaka menn hafa unnið með dugn- aði að líkamlegri endurreisn þjóðarinnar — sannarlega unnið stórvirki á skömmum tíma —, en sökum strjálbygðar og deyfðar hefur alda þessi gengið mjög ójafnt yfir og þar með gert andstæðurnar stærri og áþreifanlegri. II. Einhver fyrstu merki líkamsmenningar hér var endurvakn- ing íþróttalífsins. Þó má segja, að íþróttir, eins og þær eru iðkaðar nú, séu tvíeggjað sverð. Óheilbrigð kepni og metn- aðargirnd ríkir um of. Flestir nútíðar »íþróttamenn« iðka íþróttir til að sigra í kappleikjum, en ekki til þess að fegra líkama sinn. Hamingjan forði okkur íslendingum frá íþrótta- vitfirringum. Hver sem hefur séð þess kyns afbrigði erlendis, mun taka undir þessa ósk með mér. Hvaða gagn er í þvl að æfa einn líkamshluta á kostnað hinna? í sambandi við þetta vil ég minnast á Tékkana, sem unnu knattspyrnuna a ólympisku leikjunum í Antwerpen. Ég sá þá »leika« í Mún- chen — og tapa. Það voru þeir ljótustu tólf menn, sem ég hef séð samankomna á einum stað, allir hnýttir og bæklaðir, með sprengda vöðva, dýrsleg andlit og signar axlir, hendurn- ar hangandi fram og út, eins og á öpum, lendar útgengnar og með bogna, innskeifa fætur. Þegar þeir sáu sigurinn geng- inn úr höndum sér, orguðu þeir og grenjuðu og greiddu jafn- vel kjaftshögg í þokkabót. — Nei, forsjónin forði okkur fra því að misbrúka íþróttir. Annars hefur verið skrifað og rætt svo margt um íþróttir, að það er óþarfi að fara langt út í það mál hér. Sérsfaklega megum við fagna því, hvað sundíþróttin og leikfimin eru framarlega meðal okkar. Vonandi verða þessar tvær íþrótta- greinar — ásamt glímunni — skyldunámsgreinar barna inn- an skamms.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.