Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1928, Page 100

Eimreiðin - 01.04.1928, Page 100
196 GLOSAVOGUR EIMREIÐIN við norðurklettana, sem ég hef áður minst á. Marhálms- haugur Barty varð stærri og stærri, svo stór, að hann sá fram á, að kvöldið mundi ekki endast til þess að koma þeim feng upp einstigið, þó hann legði hart að klárnum. En þó hafði hann ekki aflað á við Möllu. Krókstjaki Möllu var betur lagaður en kvísl hans, og leikni Möllu varð drýgri en kraftar hans. Og þegar honum mistókst einhver drátturinn, hæddist hún að honum og hló kuldahlátur, og æpti til hans gegnum storminn, að hálfur maður væri hann ekki. I fyrstu tók hann undir við hana með einhverju spaugsyrði, en þegar hún fór að hæla sér af fengsæld sinni, og hæddist að mistökum hans, leið ekki á löngu, áður en honum rann í skap, og upp fra því svaraði hann henni engu orði. Hann varð reiður sjálfum sér fyrir það að missa svo mikið af fengnum úr höndum ser. Sjórinn fram undan var þakinn marhálmi, sem öldurnar höfðu rifið upp úr botni, en dyngjurnar rak fram hjá honum, og einu sinni eða tvisvar gengu þær yfir höfuð honum, og þa brást það ekki, að Malla varpaði til hans hæðilegum orðum. Nú varð æ skuggsýnna milli klettanna, flóðbylgjurnar geystust inn með meiri og meiri ofsa, og stormhviðurnar urðu tíðan og skarpari. En ekki vildi hann láta sig. Hann ætlaði sér aö vera að verki, meðan Malla væri að verki, meira að segJa^ stundarkorn eftir að hún gæfist upp. Honum var heldur i mun, að láta ekki stelpukrakka vinna sigur á sér. Hylurinn mikli var fullur af sjó, og virtist sjóða í honum eins og í grautarpotti; var hann fullur af fljótandi marhálms- slæðum, sem þyrluðust í kring á yfirborðinu, og svo þéttar oQ þykkar voru slæðurnar, að svo mátti nærri virðast, sem Þær gætu borið mann uppi. Malla vissi, að þýðingarlaust var að ætla sér að veiða nokkuð upp úr þessari tryltu, sjóðandi hringiðu. Hylurinn gek inn undir bergið, og barmarnir strandarmegin voru sleipir oS þverhníptir. Hylur þessi eða hraunketill tæmdist aldrei, iafn vel ekki um háfjöru, og það var ætlan Möllu, að hann vær| botnlaus. Þegar vel lá á henni lét hún þá hugmynd sína upP1 við gesti þá, er í voginn komu, að göng lægju úr hylnain> djúpt niðri, út til sjávar. Hún þekti svo sem vel hylinn. Hun var vön að kalla hann Poulnadioul, sem ætlað var að þy
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.