Eimreiðin - 01.07.1928, Side 18
210
HAUSTNÓTT
eimreiðin
Dunur brims um loftið líða.
Leikur yfir skýjafar.
Otal radda \>s og þys
er að heyra um byrgi og dys.
Þýtur i lofti, þýtur í glugga,
þýtur í eyrum naeturkvis.
Meyrast dynkir, hróp og köll.
Heim er riðið frosinn völl,
Iásum hringlað, Iagst á glugga,
hvíslað lágt og hvæst í skugga:
Geisi stormur. Gerist kalt.
Geisi hríð um landið alt.
Ljósti hreggi hvol og hvel;
hverfist bygð í eyðimel.
Rætur slitni. Rofni þök;
riði hús við stormatök.
Geisi stormur, gerist kalt,
— gaddur og auðn um lífsins vök.
Söktu niður sál í nótt,
söktu í myrkur kalt og hljótt.
Þó að kunni að elda aftur,
aldrei verði geð þitt rótt.
Aldrei fái endursvar
ósk, sem dýpst í sál þér var.
Náheimur,
nöturlegur myrkra-geimur,
opnist þér með öll sín feikn,
andar voða og gátu teikn.
Þessar skaltu rúnir rekja,
ráða að fullu aldrei þó.
Sjá/fstraust þitt og sá/ar ró
skal sú leit á helveg hrekja.
Efastu um alt.
A/t verði kalt,
ástúðin hjóm,
a/veran tóm.