Eimreiðin - 01.07.1928, Page 20
212
HAUSTNÓTT
EIMREIDIN
Kalvindar klóa,
kremja góður móa.
En eilífur er andinn
og æ að gróa. — —
Mjúkt og hljótt,
hlýtt og rótt
hljómar Ijóð
í kaldri nótt:
Ast og frið
færum við,
— færum líka
hinn æðsta þrótt.
Eins og loft, sem að er þrýst,
altaf meira krafti býst,
unz það rofið fjötra fær
og frelsi sínu aftur nær,
— eins skulu vöðvar anda þíns
auðgast stæling kraftar míns,
undir þunga Urðar dóms,
ógnum troðnir norna róms,
unz í hug þér elda fer,
og af þér slitnar fjötur hver.
Sjálfstraust þitt og sálarfrið
svo úr útlegð heimtum við. —
Mjúkt og hljótt,
hlýtt og rótt
hljómar Ijóð í kaldri nótt.
Ást og frið
færum við,
— færum líka hinn æðsta þrótt.
Þú skalt leita um björg og bygð,
búast þrótti, firrast hrygð,
finna yl frá alyalds stól,
— altaf leita móti sól.
Leitaðu móti sól! — —