Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1928, Side 24

Eimreiðin - 01.07.1928, Side 24
216 GATA GEVMSINS EIMREIÐIN En hvers vegna er því svo varið, að vísindi jarðarmanna lægjast svo af banvænum villukreddum? Vér erum þó komnir ærið langt áleiðis til fullskilnings. Til þess bendir hinn ægi- legi fallhraði vorra tíma til ókunnrar kyrðar og jafnvægis. Efni frumagnarinnar hverfur undir stórsjánni. En varðveizla aflsins opnar nýja vegi til alskilnings um örlög tunglanna. Hið næsta spor er samnefning og órjúfanleg eining krafts og anda. Og þegar mannsandinn fellur á kné fyrir undri alheimskerfisins, þá á hann að vita vel, að honum er það ætlað að stíga fffiti á efsta þrep Jakobsstigans. Það, sem þjóðir vorra síðustu tíma kalla guðdóm, er annað nafn á alþekking og fullkomnun æðstu tilvista úti um reykistirni himnanna. Eg lít svo á, að gáta geymsins eigi að ráðast á grundvelli tveggja meginlögmála. Annað þeirra er alnánd aflsins, hitt kyrstaða sköpunarverksins í heild sinni; og vil ég reyna að skýra mál mitt örstuttlega um hvorttveggja. Hin furðulegasta og himinhæsta einkunn hnattakerfisins er sú, að eiga staðlaust almætti í hverri ósæisögn um alt regin- djúpið. Allra síðustu rannsóknir vísinda vorra staðfesta þessa undurorku alls lífs og efnis. Og einungis í ljósi hennar verða blindir sjáandi og daufir öðlast heila heyrn; því eins og þús- undum fallskeyta verður öllum saman beitt á eitt smámarkf eins getur einn neisti af vilja himnanna orðið höndlaður og sendur gegnum álfur og geyma til reisnar eða falls, að lög- um alnándarinnar. Bænarkraftur kristins manns og »ilt auga« austræna seiðmannsins eru hvorttveggja sprottin af sömu rót, fullmættisorku þeirra, er þekkja sig sjálfa. En »ljósberinn« hefur þess vegna sokkið í eldsæinn og orðið að öllu hinn minni máttar, að hann fylgdi ekki kraftlínum hins sterkara. Heilagur vilji ríkir í öllu og yfir öllu. Snertist klæðafaldur al- máttsins, fer eldingarstraumur kærleiks gegnum hjarta heimsins, og undrin miklu birtast og heyrast hverjum sem vill skyn)a- Samkvæmt eðli allrar orku er beinlínis ógerlegt að aetla geyminn takmarkslausan. Einungis með því að virða lögmálið um eilífð hringsveiflunnar verður unt að skilja tilveruna. Baugurinn er æðsta undraverk hins skapandi, varðveitta afls> og hann er opinberun fegurðarinnar, jöfnum höndum. I aHrl list og í öllum vísindum ræður lögmál sparneytninnar, hag-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.