Eimreiðin - 01.07.1928, Side 31
eimreiðin
ÚTVARP OQ MENNING
223
tilhögun í skólunum, og brýn nauðsyn er á andlegri samvinnu
annarsvegar milli fræðimanna, listamanna og uppeldisfræðinga
þeirra, er við útvarpið starfa, og hinsvegar kennaranna í skól-
um þeim, sem á að nota útvarpið við. Mesta athygli við
skólaútvarpið vekur tónlistarkenslan, sem hefur reynst að vera
óviðjafnanlegt meðal til að þroska tilfinningu fyrir hljómfall-
anda og skilning á eðli laga, á samhljómi og öðru er tónlist
varðar, því alt þetta þarfnast mikillar þjálfunar og æfingar í
að heyra hljómleika, alt frá einföldustu tegund til hinnar
margbrotnustu. Hér á landi hefur að undanförnu verið hægt
að heyra slíkt tónlistarútvarp fyrir skóla frá útlendum útvarps-
stöðvum, t. d. Königswusterhausen-stöðinni í Þýzkalandi á
hverjum laugardegi kl. 10—1050 f. h., og frá Langenberg-
stöðinni á miðvikudögum kl. 915—955 f. h. og víðar. í Þýzka-
landi gefur »Zentralinstitut fiir Erziehung und Unterricht* út
sérstakt tímarit um skólaútvarp, sem heitir »Schulfunk«, og
er þar birt stundaskrá skólaútvarpsins og leiðbeiningar um
undirbúning nemendanna undir útvarpstímana o. fl., sem þar
lýtur. Auðvitað er lögð mikil áherzla á, að efnið sé valið
þannig, að sem beztur árangur fáist. Hér er ekki rúm að
ræða þessa hlið útvarpsins nánar, en vonandi verður einhver
áhugamaður úr kennarastétt íslands til að ryðja skólaútvarpi
hfaut hér á landi, því óvíða er þess meiri þörf.
Þótt sumum hafi þótt kirkja vor sýna fullmikla fastheldni
v'ó gamlar venjur og kala til ýmsra nýjunga, þá hefur það
ekki komið fram við útvarpið, heldur hefur hún tekið það í
þjónustu sína og látið útvarpa messum á hverjum sunnudegi,
°S messurnar eru eitt af því vinsælasta, sem útvarpað er,
Serstaklega hjá sjúklingum og gamalmennum, sem gætu ann-
ars ekki hlýtt á guðsþjónustur. Víða situr fólk með sálma-
°kina heima hjá sér og syngur með um leið og það hlustar
a kirkjuútvarpið; það heyrir ræðu prestsins oft betur en þótt
Mð væri í sjálfri kirkjunni, og áhrifin eru oft dýpri, þegar
maður er einn og ekki er fjöldi fólks í kring, sem truflar
mar|n. Víða er, auk guðsþjónustunnar í kirkjunni, eða í stað
entlar, útvarpað kvöldsöng, eða sérstökum guðsþjónustum,
Sern aðeins eru gerðar fyrir útvarpið.
Seint á kvöldin er venjulega skemtiútvarp, danshljómleikar,