Eimreiðin - 01.07.1928, Page 32
224
ÚTVARP OG MENNING
eimreidin
gamanleikir eða annað þvílíkt. Þýðing þess fyrir fólkið hefur
nærri altaf verið vanmetin. Jafnvel hreint Iíkamlega hefur
skemtiútvarpið mjög nytsamt verkefni, sem sé að hvíla þreyft-
ar taugar eftir strit dagsins og dreifa áhyggjunum. Það hefur
það umfram margar aðrar skemtanir, að það er ódýrara og
hollara, og hægt að njóta þess á heimilunum sjálfum, og jafnt
í afskektustu dölum og yztu eyðieyjum eins og í stórborgun-
um. Eins og lífi nútímans er háttað, ber að fagna hverju
meðali, sem getur eytt þungum þönkum og aukið lífsgleði
meðal manna, og skemtiútvarpið er næst svefninum hin bezta
hvíld og fljótvirkasta afþreyting.
Þá kem ég að því, sem ef til vill hefur meiri þýðingu en
alt það, sem á undan er talið, og það er listin í sambandi
við útvarpið. Og það er draumur minn, að á því sviði eigi
útvarpið eftir að vinna stórvirki í framtíðinni, ekki aðeins með
því að skapa og þroska nýjar listkendir og hæfileika til list-
rænna nautna meðal alls almennings, heldur líka um leið
meiri listamenn og nýja Iistmenningu og ímyndunaraflsþróun
í heiminum.
Þetta stutta æskuskeið útvarpsins, sem nú er runnið, hefur
flutt með sér miklar og margvíslegar framfarir í útvarpstækm
og útvarpslist, en þó hlýtur öllum, sem að útvarpi starfa, að
vera það ljóst, að það á enn langa leið fyrir höndum til fuH'
komnunar. Vísindamenn, listamenn og verkfræðingar hafa
unnið saman að því að reyna að finna hinn rétta farveg hinn-
ar sérstöku útvarpslistar með óþreytandi tilraunum og hljóm-
rannsóknum. í upphafi var öllu útvarpað nærri því af handa
hófi, líka því, sem eiginlega var fremur ætlað fyrir augað en
eyrað. Hið fyrsta, sem listamaður, er við útvarp starfar, þa^
að gera sér alveg ljóst, er það, að útvarpið verkar á mennina
aðeins inn um eyrun, en ekki eins og t. d. sjónleikir og óperm
um bæði augu og eyru, þar sem sjónin er oft aðalatriðið-
Útvarpslistin er enn þá aðeins heyrnarlist, og þau áhrif, sem
listamaðurinn ætlar að færa áheyrendum sínum, verður hann
að koma til þeirra eingöngu með hljóðum og þögnum. Þe*ta
gildir fyrir útvarpið núna, en það er sennilegt, að mynda-.
kvikmynda- og fjarsýnisútvarp muni breyta þessu eitthvað >
framtíðinni, þegar það fullkomnast meir. Útvarpið á eftir að