Eimreiðin - 01.07.1928, Síða 33
eimreiðin
ÚTVARP OG MENNING
225
losa sig undan áhrifum fyrri listhátta; skáldin þurfa að semja
heyrnarleiki í stað sjónleika. Það er almenn skoðun, að það
sem heyrist, hafi oft dýpri áhrif á sál og tilfinningar heldur
e>i það, sem aðeins sést eða þar sem sjónin er aðalatriðið,
°9 sjónin er oft aðeins til að draga úr hugmyndafluginu.
Fyrst var byrjað að útvarpa sjónleikum eins og þeir voru á
leikhúsunum, svo var farið að laga þá til og breyta þeim,
sem sjónin annars mátti ekki missast, en nú er farið að
Semja sjálfstæða heyrnarleiki, og áhugi manna fyrir þeim er
ákaflega mikill erlendis. í Þýzkalandi var í vetur boðið út til
samkepni með háum verðlaunum fyrir bezta heyrnarleikritið,
°9 komu 1300 leikrit til dóms, en ekkert þótti vert verð-
'aunanna. Vms þeirra voru þó keypt af útvarpinu og þeim
utvarpað, og þóttu mjög góð, t. d. »Sturm iiber dem Pazific«
eftir Oskar Möhring, sem er sorgarleikur, þar sem stórt far-
Þegaskip ferst í Kyrrahafinu; því var útvarpað frá Berlín í
m‘ðjum janúar í vetur. Heyrnarleikirnir eru nýr listháttur í
fæðingu, og til hans eru gerðar miklar vonir af mörgum
m*ljónum manna.
I löndum, þar sem útvarpið er skemst komið, vaknar sú
spurning oft í hugum manna, hvort það sé nokkuð annað en
leikfang, eða samskonar tæki og hljóðfarinn, þar sem maður
barf aðeins að snúa sveif eða hjóli til að fá vals, þegar maður
v‘lf dansa. Vmsir, sem sjálfir eiga ekki útvarpstæki, þreytast
ekki á að endurtaka með mikilli tiifinningu, að slíkt tól vilji
teir aldrei sjá á sínu heimili, og sumir hafa aðeins kynst út-
Varpinu í samkvæmi, þar sem húsbóndinn hafði boðið á út-
varpsskemtun án þess að eiga gelli, svo að einn eða tveir
af gestunum hafa setið og hlustað í heyrnartól alt kvöldið til
m'killar skapraunar fyrir hina, sem urðu að sitja eins og
mYndastyttur á meðan, og máttu varla draga andann, eða þá
að aðeins hefur verið völ á útvarpi frá mjög fjarlægum stöðv-
Um> og loft- og vélatruflanir þá hindrað hreina útvarpsviðtöku,
e®a Þá að tækið hefur ekki verið nægilega gott. Þessi mis-
s >lningur hverfur, þegar menn kynnast útvarpinu betur.
Þegar sjónleikum og venjulegum óperum er útvarpað, þá
er t>aÖ, sem útvarpsnotandinn tekur á móti, eiginlega ekki
s°nn list, heldur ófullkomin eftirlíking hennar; þau áhrif, sem
15