Eimreiðin - 01.07.1928, Side 39
eimreiðin
ÚTVARP OQ MENNING
231
úr fjarlægum löndum inn í eyru okkar. Það er ekki margt,
sem getur hafið hugmyndaflugið hærra en sumt af því, sem
vélarnar hafa skapað með sínum kolugu fingrum. Hvernig
ætti það líka að vera öðruvísi? Það er þó jafnt og verk lista-
mannsins afkvæmi ímyndunaraflsins. I vélamenningunni finnum
við sameiningu ímyndunarafls listamannsins og þekkingar vís-
indamannsins. Það mun vera alkunnugt, að meiri listræn nautn
fylgir, ef samfara sýn fagurs húss er meðvitundin um það, að
t>að sé líka hagkvæmlega bygt. Á svipaðan hátt er það með
aðrar smíðar.. Víða má lesa mjög harða dóma yfir vélunum,
sem eyðileggi alla menningu. • Orsökin til þessa misskilnings
er ekki vélamenningin sem slík, heldur hve ófullkomin hún
er enn þá. Þegar menn nú bölva bílum og bifhjólum, þá er
t>að ekki af því, að þau flytji mann fljótar yfir landið, heldur
vegna hávaðans, ólyktar og annara óþæginda, sem enn er
ekki búið að losa þau við. Á sama hátt var útvarpið í fyrstu
hatað og rægt af tónlistarmönnum. Það var af því að það,
sem þá heyrðist úr víðtækjunum, var svo ófullkomið, tónarnir
afskræmdir og óþýðir; en nú, þegar tækin eru orðin full-
komnari, er þetta mjög breytt. Island stendur langt að baki
öðrum þjóðum í vélrænni menningu, hugsunarhætti og
starfsaðferðum, en með útbreiðslu útvarpstækja og leiðbein-
■ngum um meðferð þeirra má breyta þessu á stuttum tíma,
t>ví ekkert er eins fært um að vekja áhuga á slíkum efnum
°S einmitt það.
Island er afskekt, langt frá miðstöð nútímamenningar; þar
er strjálbygð meiri en annarsstaðar; þar er stóriðnaður lítt
bektur, og málið skilja aðeins um 100,000 manns. Land þetta
öyggir listnæm, fróðleiksfús og nýjungagjörn þjóð, en erfið-
leikarnir á að fylgjast með stóru löndunum eru miklir. Hér
eru samgöngur örðugri en annarsstaðar. Hér hlýtur ávalt að
vanta íslenzk rit urh svo margt, sem annarsstaðar er skrifað
uni, því kostnaðurinn er svo mikill við að gefa út bækur fyrir
°rIáa menn. íslendingar hafa öðrum fremur kynt sér erlend
tungumál, siglt og séð aðrar þjóðir og menningu þeirra, en
það er ekki nægilegt. Þeir eru í nútímamenningu yfirleitt Iangt
ú eftir öðrum Evrópuþjóðum. Þeir geta nú sýnt, að þeir vilji
ekki verða neitt lifandi fornmenjasafn, því útvarpið kemur