Eimreiðin - 01.07.1928, Síða 42
234
FRA GRÍMSEV
eimreiðin
fór úlþráin að gera vart við sig meðal hinna yngri evjar'
manna. — Óþekt höf, óþekt lönd seiddu úr fjarska, — Fær-
eyjar og Noregur roðna í æfintýraljóma hughillinga. — Og
þeir leggja af stað. —
Töluvert af æskufólki hefur farið héðan til Færeyja, nokkuð af
því tekið þar bólfestu, en annað komið heim eftir nokkra dvöl.
Borgaskerin. Sandvík í baksýn.
En útþráin hefur kallað til fleiri en þeirra, sem til Fær-
eyja fóru. — Mikill hluti þeirra, er heima sátu, fóru í lanC*
til dvalar, Akureyrar, Húsavíkur, Siglufjarðar, Reykjavíkur o.
s. frv., kom aftur, fór á ný af stað, en heim til eyjar hafa
spor þeirra flestra legið að lokum; þar átti eðli þeirra dýpstar
rætur.
Að sjálfsögðu lagði þetta fólk og leggur með degi hverj-
um sitt átak til stakkaskiftanna. Og nú er það svo, að nær
því hver unglingur fer til lands til dvalar strax eftir fermingu
og stundum fyr, kemur þaðan aftur, og flytur hver um siS
sínu heimili eitthvað nýtt. —
Viðkynning við Norðmenn eykst og árlega. — í blíðviðrum
sumarsins fara þeir oft flokkum saman um eyna, hafflöturinn
framundan er eins og mastraskógur, reykurinn beltar sig undir