Eimreiðin - 01.07.1928, Side 46
jörðin), Neðri Sandvík, Sjáland, Efri Sandvík (eiga lendingarstaðinn |
sameiningu), Eiðar, Sveinsstaðir, Miðgarðar, Sveinagarðar, Borgir, ® r
Qrenivík. Efri Grenivík. — Auk þessa allmörg þurrabúðaibýli. ua
alls um 130.
238 FRÁ GRÍMSEY EiMREiDtft
Ég held ég megi fullyrða, að margir Grímseyingar hlakki
til eggjasigninganna. Það er óneitanlega bæði einkennilegt og
skemtilegt starf, ef vel viðrar, þegar sólskinið flóir um bjarga-
brúnirnar og bjargfólkið veltir sér í grasinu. En í undirvit-
undinni vakir óljós grunur um ógnir, sem felast í skugsum
bjargklyftanna; — og grunur sá getur orðið ónotalega hroll-
kaldur, þegar stormar um brúnirnar svo ymur dimt í hengi-
Stertuvík (eða Kirkjuvík).
Bærinn Sveinsstaöir uppi á bakkanum.
fluginu, vindurinn strýkst veinandi upp um þröngar kletta-
skorur, og sjávarniðurinn að neðan blandast saman við hasa
skræki og garg hins óteljandi aragrúa af sæfugli, sem flösrar
um og fyllir loftið: ritur (skeglur), svartfuglar og fýlar, máfar
og súlur. —
»Upp á bjarg!« »Upp á bjarg!« er glaðvært hróp klukkan
5 á morgnana.