Eimreiðin - 01.07.1928, Síða 47
eimreiðin
FRÁ GRÍMSEY
239
Bjargfólkið leggur af stað með allan útbúnað til dagsins:
festina, spannólarnar, bjargstokkinn, spannhælinn og eggja-
ílátin. Sigamaðurinn er fremstur í flokki með eggjaprik sitt eða
e9gjaauka, annað þarf hann ekki að bera. Bjargfólkið er
?~~9 að tölu. Fer fjöldi þess eftir því, hve öflugt það er. Það
er jafnvel fleira, sé margt unglinga og kvenfólks. Uppi á
bjargbrúninni bíður bjarghællinn og bjarghjólið.
Þegar uppeftir kemur, fara hraðar hendur að hjálpa siga-
Sigamaður í Grímsey.
tnanni. — Útbúnaður hans er ofur einfaldur. Hempan er
str>gapoki mikill, sem hann steypir yfir sig. Svo er hann
Ur>dinn í festaraugað. í auganu er trébogi vafinn pokum, er
sveigist um mjóhrygg hans, er hann til hlífðar. Til öryggis
eru settar á sigamann svon.efndar fótfestar. Með þeim líkist
au3að glímubelti.
Bestinni, — tveimur samanlögðum köðlum, — er nú brugð-
1 um bjarghælinn,1) og hælmaður dagsins sezt þar við flöt-
um beinum.
Sigamaður hleypur fram af brúninni, og hælmaðurinn byrjar
að gefa festina á bjarghælnum í mjúkum strokum, —■ jöfn-
um löngum lotum, — niður. — Sé þurviðri, verður festin og
mllinn, er á daginn líður, gljáandi af þurki; þá rennur festin
r) Hællinn: Tréslólpi, rekinn í jörö nokkru frá brún.