Eimreiðin - 01.07.1928, Page 52
244
FRÁ GRÍMSEY
eimreiðin
Grímsey viðvíkjandi gefa þessu lítt eftir. Sumar eru svo ótrú-
legar, að firnum sætir.
Fyrir örfáum árum sagði einn þektur borgari í kauptúni
Norðanlands í deilum við Grímseying, að það væri ekki vand-
kvæðum bundið að lifa í eynni, þar sem ekki þyrfti annað en
ganga út fyrir eða suður fyrir bæinn og tína upp eggin! (lík-
lega á hvaða tíma árs sem væri!). Einn hafði heyrt, að svart-
Básavík. Til hægri handar sést á Eyjarfótinn.
fuglinn verpti í gluggaskotunum! Þó er nærri það afkáralegasía,
að skólapiltur einn við alþektan skóla spurði skólabróður
sinn úr Grímsey, hvort kindur eyjaskeggja hefðu nokkurn frið
fyrir bjarndýrum(H) á vetrum.
Frá sjó séð minnir eyjan á lítið íslenzkt fiskiþorp, eins og
hún líka er að verða. Húsaþyrpingin er umhverfis lendingarstað
inn, Sandvíkina, og út frá henni álmur af býlum með grænum
túnum umhverfis. Og fyrir ofan bera hæðir við himin, þaktar
gróðri, og djúp drög og skálar á milli þeirra. Sé komið i
land, er sjóþorpssvipurinn hinn sami, fiskihús, verzlunarhus,