Eimreiðin - 01.07.1928, Síða 56
EIMREIÐIN
Sjötíu ára.
Ein ég vaki og uni,
ársól, bliki þínu,
meðan ferðast muni
minn í ríki sínu.
Margar undra myndir
minnissali fjalda:
Sæla, vonir, syndir,
sorgar háreist alda.
Fram hjá ellin flýgur.
Finst mér alt hún taki.
Sólin æfi sígur
að sjötíu ára baki.
Blys mfns lífs er brunnið,
blaktir á veiku skari.
Ekkert nytsamt unnið
enn ég hef, sem vari.
Myrkvast munasfröndin,
minnis visna stráin,
auð eru andans löndin,
önduð fallin þráin,
geislar ástar gleymdir,
gleði og sorgar húmið,
draumar allir dreymdir,
dagsett hugarrúmið.
Lífs þó lækki sólin
á Iöngum æfi vetri
átti ég eftir jólin,
æskudögum betri.
Eg sé yndisstjörnur
ellihimins skína:
Gefna mér af guði
góða vini mína.
Gullna vorið grætur,
grösin daggar njóta,
líkn þín eins mig lætur
lífsins gæði hljóta.
Enn þá örmum þinnar
ástar þú mig vefur,
drottinn dýrðarinnar,
dag og nótt sem gefur.
Eftir það sem á ég
æfidaga minna
sífelt gef að sjái’ ég
sólina náðar þinnar.
Láttu líknsemd þína
lækna synda undir, —
haltu í hendi mína
hinstu Iífsins stundir.
Ólína Andrésdóttir.