Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1928, Page 58

Eimreiðin - 01.07.1928, Page 58
250 ÞJÓÐLVGAR OG ÞEGNSKVLDA eimreiðin beztu stoð. Miklir flokkadrættir eru ætíð merki hnignunar í þjóðlífinu og bera vott um lágt menningarstig. Sá, sem lýgur í landsmálum, afskræmir með því sína eigin mynd og verður andlegur aumingi. Landsmálalygar eiga í því sammerkt við aðrar lygar. En auk þess eitrar hann hugsunarhátt heillar þjóðar, henni óafvitandi, og dregur hana niður. Maður, sem vísvitandi fer með ósannindi í opinberum málum, er hættu- legri en drepsóttir og dauði. Lýgi, sem óhindrað nær að verka á almenning, lætur eftir sig sálarlega sýkingu, sem oftast reyn- ist ólæknandi. Þjóðlýgi má með réttu kalla hana, þessa grein lýginnar, og er hún þeim mun hættulegri, því óþroskaðri sem skapgerð einstaklinga þjóðfélagsins er. Ekkert skortir þá menningarstefnu, sem nú er efst á baugi hér á landi, meira en réttan skilning á mikilvægi einstaklings- þroskans. Séreðli manna er lítill gaumur gefinn, en reynt er að steypa alla sem mest í sama mótið. Og ekki er nóg með það, heldur er háð grimm og harðúðug barátta um skoðanir einstaklinganna og reynt að sveigja þær til fylgis við ákveðnar kenningar í stjórnmálum og öðrum opinberum málum. Flokk- arnir blóðmarka sér æskulýð landsins, áður en hann getur farið að hugsa sjálfur, eins og bændur marka lömb sín, áður en rekið er á fjall, og skólarnir, eins og þeim er enn víðast hvar fyrir komið, eru ekki sem bezt fallnir til að ala upp sjálfstætt hugsandi menn. Skólakenslan er mest fólgin í þm að troða í æskulýðinn svo og svo miklum fróðleik í sem flest- um og óskildustum greinum, en þroskun einstaklingseðlis nemendanna fær oftast að eiga sig. En áður en nemendurnir koma úr skólunum er hin sístarfandi hönd sálnaveiðaranna að verki. Og þegar skólanámi Iýkur, er rutt inn á æskumann- inn þeim ókjörum af ómeltri sannfæringu flokkstólanna, að hann verður viðnámslaus fyrir og flýtur með inn í þvöguna, þar sem hver eltir annan og sefjast af áróðursatgangi for- sprakkanna. Það er ekki svo að skilja, að þetta ástand sé sérstakt fyrir íslenzku þjóðina. Samskonar fyrirbrigða verður vart með öðr- um þjóðum. Og svipað verður fyrir manni í sögunni, á tíma- mótum hrörnunar og nýrrar menningar. Þegar rómverska ríkið forna stóð á hátindi veldis síns og hrunið var framundan,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.