Eimreiðin - 01.07.1928, Síða 65
eimreiðin ÞJÓÐLYGAR OG ÞEQNSKVLDA 257
teim pólitískum ógöngum, sem mest gætir á síðustu árum.
Höfundurinn vill, að skifting landsins í mörg kjördæmi hverfi
úr sögunni og landið verði alt eitt kjördæmi, eins og Páll
amtmaður Briem lagði til í grein sinni »Um kosningar« (sjá
»Eimreið« 1900, bls. 1—28), en jafnframt vill hann koma á
lagaskyldu til þátttöku í kosningum. Með því síðarnefnda
væri »fallinn úr sögunni einn hinn ógeðslegasti þáttur hverrar
nÝtízku kosningarbaráttu: sá að smala kjósendum á kjörstað-
*nn, eins og sauðum í rétt með hóandi og sigandi smölum,
svo að úrslitin geta oltið á því, hver flokkurinn hefur mest
íjármagn til að kosta smala og farartæki*.1) í öðru lagi legg-
Ur höfundurinn til, að hver kjósandi í landinu hafi rétt til að
kjósa þann mann, sem hann treystir bezt, án tillits til þess,
hvort sá maður er á kjörseðli eða ekki. Um ástandið, eins
°2 það er, farast höfundinum þannig orð: »Annað, sem leiða
Vrði af kosningarskyldu, er það, að hver kjósandi yrði að hafa
rét* til að kjósa þann mann, er hann treysti bezt, þeirra er
kjörgengir væru til þings. Það væri raunar fjarstæða að neyða
menn til að kjósa um þá, er hann vildi ekki við líta. Réttur
bl að velja um það, sem maður vill með engu móti, hvað þá
skylda til þess, væri háðung ein. En þetta eru úrkostirnir,
Sern kjósendum oft eru boðnir. Vmsir kjósendur hafa ef til
VlH ekkert traust á neinum þeirra, er standa á kjörseðli kjör-
daemis hans, og eiga því um það að velja að kjósa þann,
sem þeir vilja ekki, eða engan ella. Svona hlýtur oft að fara
meðan svo er í garðinn búið sem nú er. Á kjörseðli standa
Venjulega þeir einir, er fundið hafa náð fyrir augum einhverr-
ar flokksstjórnar og helzt hafa fylgi kosningasmala. Kjósendur
eru ekki að því spurðir, hvað þingmannaefni skuli hafa til á-
9®tis sér. Þeir fá að kjósa um það, sem þeim er skamtað
af öðrum. Með þessu móti verður kosningarrétturinn oft
sku93i einn«2),
Alltítt fyrirbrigði er það og ærið ísjárvert, að ýmsir þeir
menn með þjóð vorri, sem ætla mætti mikils af og trausts
níóta, vilja sem minst koma nærri pólitík. Þeir vilja ekki »gefa
*) Sjá Stjórnarbót, bls. 45.
Sjá Stjórnarbót, bls. 46—47.
17