Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1928, Qupperneq 73

Eimreiðin - 01.07.1928, Qupperneq 73
eimreiðin RÉTTADAGAR 265 sjálfri sér að hafa gengist undir þetta, með öllu öðru, sem hún hafði að starfa. En áður en Bjössi litli var búinn að vera þar í tvo mánuði var orðin breyting á þessu. Erfiðið hans vegna var orðið leikur einn. Með komu hans þangað hafði margra ára þrá hennar verið fullnægt, án þess hana grunaði það í fyrstu. Nú máttu piltarnir dansa við hvaða stúlku sem þeir vildu, hún skyldi ekki sækjast eftir því, nú máttu þeir trúlofast án þess að hana langaði að fylla þann flokk, því ást Björns litla fullnægði ástarþrá hennar og fórnfýsi. En nú var bæjarhurðinni hrundið upp, og mágur hennar var kominn heim úr réttunum með Ólínu. Þau fóru úr vos- Wæðunum frammi í göngum og gengu svo til baðstofu. Þegar Ólína kom inn á pallinn, litaðist hún um, og þaer Halla virtu hvor aðra fyrir sér, Halla sitjandi á rúminu með drenginn í hnjánum, döpur og fölleit í andliti, Ólína há og beinvaxin, veðurbarin í andliti og einbeitt á svip. Sjálfstraust og sterkur vilji lýsti sér í hverri hennar hreyfingu. Hún gekk að rúminu °9 heilsaði vingjarnlega, og var henni síðan vísað til sætis á rúmi inn við gluggann. Bóndinn settist gengt henni og hús- freyjan bar á borð fyrir þau heitt slátur. Litla stund mötuðust þau þegjandi, en þá fann bóndi, að tað var óviðfeldið, og fór að segja fréttir úr réttunum: Þar v°ru stúlkur, sem ætluðu að skemta sér, en þær urðu mestan hmann að híma undir kletti í skjóli fyrir regni og stormi. Eitt s'nn hafði veðrinu slotað lítið eitt, og þá ruku piltarnir í að k°ma á stað dansi, og alt komst á ferð og flug, en þegar húið var að dansa litla stund, þagnaði harmónikan, og þegar að var gætt, var belgurinn orðinn svo blautur, að hann hékk ehki saman. — ]ón á Bala varð fyrir skaða. Hann misti markabók. Hann varð til þess að lána markabók, því flestir höfðu gleymt þeim heima, en í réttalokin var ekkert eftir af henni nema spjöldin. Hér þagnaði bóndinn, því hann fann, að konunum var of þungt í hug til þess, að hægt væri að dreifa hugsunum þeirra með slíkum samræðum. Húsfreyjan bar matinn af borðinu, og er hún kom aftur inn, tók Ólína til orða: *Það er víst bezt að koma þegar að efninu. Um erindi mitt hingað er ykkur raunar kunnugt. Ég verð að taka strák-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.