Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1928, Side 80

Eimreiðin - 01.07.1928, Side 80
272 WILLIAM SHAKESPEARE EIMREIÐIN aðargjörnu. Almennur áhugi á sjónleikjum var vaknaður, og fór hraðvaxandi, því að mörg efnileg leikskáld voru þá uppi- V/ar list þeirra í stöðugri framför. Þó var enn vant meistarans, sem fegraði hana og fullkomnaði, hóf hana og leikhúsin til virðingar þeirrar, sem þeim bar. Það varð hlutverk Shake- speares. Þá er til Lundúna kcm fékk hann atvinnu nokkra við eitthvert leikhúsanna, en gerðist brátt leikari og vann að endurritun gamalla leikrita. Var það honum góður undirbún- ingur síðari sjónleikasmíðis. En honum óx fljótt álit; ritaði hann þá um hríð sjónleiki í samvinnu við eldri höfunda. Leið þó eigi á löngu, að hann gerðist sjálfstæður rithöfundur. Eftirtektarvert er það, að Shakespeare var bæði leikari og leikskáld. Hann var þessvegna þaulkunnugur öllum leiksýn- inga aðferðum þeirrar tíðar. Var það honum mikilsvirði við samning leikrita sinna. Eigi er oss kunnugt um Lundúnadvöl Shakespeares nema í aðaldráttum. Gáfur hans, valmenska og félagslyndi öfluðu honum mikilla vinsælda. Batt hann vináttu við ýmsa málsmetandi menn og náði hylli Elísabetar drotningar og jakobs konungs I. Hann varð fljótlega uppáhalds leikskáld sinnar aldar og gerðist meðeigandi í stærstu leikhúsunutu. Hlaut hann þannig bæði frama og fé, enda aflaði hann sér ríkulegs bústaðar og víðlendra jarðeigna í fæðingarbæ sínum; Þó hann dveldi löngum í Lundúnum, var hann öðru hvoru á æskustöðvunum hjá fjölskyldu sinni. Og einhverntíma á árunum 1611 — 13 fluttist hann alfarinn frá Lundúnum til Stratford og eyddi þar því, sem eftir var æfinnar. Andaðist hann 23. apríl 1616, fimmtíu og tveggja ára að aldri. Er hann grafinn i Trinity-kirkju í Stratfordbæ, vinstramegin í kórnum, þá inn er gengið. Skipar hann því heiðursrúm í dauða sem í lífi- Slík er í fáum orðum saga Shakespeares. Hún er méð æfintýrablæ. Ekki hálf-þrítugur kemur hann til Lundúna, óþektur með tvær hendur tómar. Þrítugur er hann kominn i tölu fremstu skálda Englands á sinni tíð. Eftir það fer frseSð hans og Iýðhylli sívaxandi. Honum safnast auður og heiður. Hálf-fertugur er hann af samtíðarskáldum og ritdómendum talinn fremsta skáld þjóðar sinnar þálifandi. Hér er því um enga hversdagssögu að ræða. Bókmentastarfsemi Shakespeares má skifta í fjögur tímabil- Að sönnu verða þeim eigi þröngar skorður settar, en eru ti hægðarauka, er rekja skal þroskasögu skáldsins. „ A fyrsta tímabilinu, 1590—94, gætir þess mjög, að skáldio, þó gáfað sé,^ er aðeins byrjandi í list sinni. Hann er að fálma sig áfram. Áhrif frá öðrum eru auðsæ og djúptæk. Leikirmr Labours Lost og Two Gentlemen of Werona eru fyndnir og fjörugir. Comedy of Erros er smellinn skopleikur, en ófrumlegur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.