Eimreiðin - 01.07.1928, Qupperneq 81
eimreiðin
WILLIAM SHAKESPEARE
273
persónurnar viðvaningslegar. Ljóst er þó, að skáldinu er að
lærast orðleikni og efnismeðferð. í Midsummer Nights Dream
er hann að verða þroskaður rithöfundur. Hann tekur efnið
föstum tökum og vissum. Leikritið er auðugt að fegurð og
hugarflugi. Það er margþætt ástaræfintýri, en frá byrjun til
enda sveipar blæja sumartunglsljóssins það og veitir því heildar-
svip. í Midsummer Night’s Dream eru ástamál höfð að gam-
ansefni. Hið gagnstæða má segja um Romeo and Jwet
(Rómeó og JúIíuJd) Ástin er þar alvöruefni hið mesta. I lífi
Iveggja ungmenna birtist hún sem hin sterkasta ástríða,^ óstöðv-
andi elfa, — er sameinar þau í lífi og dauða. Persónur leiks-
ins eru gerðar af meistarahendi, t. d. fóstran cg Mercutio, að
ógleymdum elskendunum sjálfum. Máttur er^ í mannlýsingum
þessum, ekkert hik eða fálm. Mjög gætir hér einnig drama-
tískrar djúpskygni. Leikrit þetta er afar ljóðrænt (lyriskt),
haflar í því syngja sig sjálfir að kalla má. Fagur og þýður er
skilnaðarsöngur elskendanna (III. þáttur, 5. atriði), sem þetta er 1.
„Sjá, elskan mín, þær öfundsjúku rákir,
sem brydda Qulli bólstrin neðst í austri;
öll næturljósin eru aÖ brenna út,
og kátur dagur tyllir niÖur tánum ^
á tindinn þarna, sem er hulinn mistri.
Vfir leikritinu hvílir töfrablær tunglbjartrar ítalskrar nætur.
Onnur leikrit frá þessu tímabili eru: Tdus Andromcus, lienry
b7., Richard III. og King John. Kveður mest að hinu síðast-
nefnda. Hin eru ófrumleg. Shakespeare var ljóðskáld gott,
svo gott, að þó hann hefði eigi verið mesta leikskáld sinnar
aldar, hefði hann verið eitt af fremstu skáldum hennar. Petta
hemur Ijóslega fram í mörgum leikritum hans, t. d. Rómeó og
Júlíu, sem fyr var getið. Til þessa fyrsta tímabils í bókmenta-
iöju skáldsins eru venjulega talin tvö lengstu kvæðin hans,
Venus and Adonis og Rape of Lucrece. Eru þau ort um
hlassisk efni í anda endurreisnarinnar. Þau eru með byrjenda-
blæ. Málskrúðið er mikið, en tilfinningadýpt og hugarflug er
^inna. Hjarta höfundar er ekki í ljóðum þessum. Þó er þar
ab finna einstöku myndir svo glöggar sem meitlaðar væru,
°9 vott þeírrar snildar, sem Shakespeare varð síðar svo tom:
meistaralegt samræmi málhreims og merkingar orða. bitar-
nefnda kvæðið er fremra hinu fyrnefnda. Frásögnm iburðar-
nunni og áhrifameiri. Miklu meira listgildi en kvæði þessi
bafa sonnettur Shakespeares, en þær eru hundrað fimmtiu og
‘lórar talsins. Þær eru ágætur skáldskapur. Hinar beztu jafnast
‘Vllilega á við frægustu sonnettur Dantes, Michelangelos eða
1 Þvðingu eftir Matthías Jochumsson, Reykjavík, 1887.
18