Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1928, Page 90

Eimreiðin - 01.07.1928, Page 90
282 WILLIAM SHAKESPEARE eimreidin legar siðakenningar eru löngum bani sannrar listar. Það skildi Shakespeare. Hann sá, að fegurðin og sannleikurinn eru eitt. En þó að Shakespeare sé fyrst og fremst leikskáld og Ijóð- skáld, ber honum einnig sess meðal spekinganna mestu, vegna heilbrigðrar og djúpsærrar lífsskoðunar sinnar. Frá hans vör- um komu mörg hin fegurstu og kjarndýpstu spakyrði enskrar tungu, vængjuð orð, sem daglega eru á hvers manns munni, og flogið hafa heimsenda milli. Vald skáldsins yfir móðurmáli sínu var einnig geysi-mikið. Þó að hann hefði framan af ýmsa galla samtíðar sinnar, óx hann frá þeim, er stundir liðu fram, og feðratungan varð tónaríkt hljóðfæri í höndum hans. Um hann má segja eins og kveðið var um Matthías látinn: „Hve mjúk þín tunga, að túlka hið angurblíða, og tónasterk sem brim við ægissand". Hann fullkomnaði mjög bragarhátt þann (blank verse), sem hann notar í leikritum sínum. Rímsnild hans er réttilega við- brugðið. Þar eru fá ensk skáld honum fremri. Af þessari lýsingu á undragáfu og afrekum Shakespeares vona ég að lesendur geti séð, hvers vegna einn skáldbræðra hans kvað hann vera þann manninn, sem af öllum nútíðar- mönnum, og ef til vill fornskáldum, hafi átt stærsta og víð- feðmasta sál. Ég sagði, að Shakespeare væri höfuðskáld þjóðar sinnar. Hann er það — en miklu meira. Hann er eigi Eng- lands eins, heldur allra þjóða. Snild hans er hafin yfir rúm og tíma, söm í dag og fyrir þrem öldum. Og áhrif hans í bók- mentum, sönglist og málverkum eru heimsvíð. Hróður hans fer með himinskautum. Hvert sem framtíðarhlutskifti hans verður, er þetta víst: um þrjú hundruð ára skeið hefur vald hans yfir hugum manna farið vaxandi. , Richard Beck.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.