Eimreiðin - 01.07.1928, Síða 92
eimreidin
Lifa látnir?
i.
Aldrei hefur þessi æfaforna og vandleysta spurning verið
rædd af öðru eins kappi og jafn miklum áhuga og nú. Og
aldrei sýnist hún hafa verið eins nærri því að verða leyst
þannig, að öllum reynist fullnægjandi, eins og nú. Trúin á líf
eftir dauðann hefur aldrei verið eins almenn eins og nú, og
fjöldi manna víðsvegar um heim telja, að verið sé að leysa
spurninguna á raunvísindalegan hátt.
Postuli hinnar nýju opinberunar, Sir Arthur Conan Doyle,
flutti einn af sínum mörgu og merkilegu fyrirlestrum u111
þessa margræddu spurningu 25. janúar síðastliðinn. Fyrirlest-
urinn var fluttur í einum stærsta samkomusal Lundúnaborgar-
fyrir fullu húsi áheyrenda, og lagði fyrirlesarinn fram fjölda
heimilda fyrir veruleik ósýnilegs heims, sem hann taldi áreið-
legar. Skoraði hann jafnframt á menn að koma með skýnng-
ar á fyrirbrigðum þeim, sem hann nefndi, er væru jafn Hk-
legar og sín. Sjálfur kvaðst hann ekki þekkja neina skýringu,
sem gæti komið til mála, nema spíritistisku skýringuna. Kvaðst
hann ekki sjá annað en að andstæðingar málsins væru alveg
að leggja árar í bát með skýringar sínar. Ekki er þess held-
ur getið, að nokkur yrði við áskorun hans.
Af dæmum þeim, sem Sir Arthur nefndi því til sönnunar,
að látnir lifi, skulu hér aðeins fá ein talin.
Kona ein, frú Kelway Bamber að nafni, misti son sinn 1
styrjöldinni miklu. Nokkru eftir að hann féll, komu þau skila-
boð frá honum gegnum miðil í Lundúnum, að bróðir hans
hefði verið skotinn niður bak við herlínu Þjóðverja. Orðin,
sem komu, voru þessi: »Það er nýbúið að skjóta Villa niður
bak við herlínu Þjóðverja«. Frú Kelway Bamber átti annan
son í hernum. Hann var flugmaður í liði Englendinga. Þegar
hún fékk skilaboðin frá hinum Iátna syni sínum, vissi hún
ekki annað en að Villi væri heill á húfi. Síðar fékk hún Pa
fregn frá vígstöðvunum, að Villa hefði verið saknað. ar