Eimreiðin - 01.07.1928, Side 94
286
LIFA LÁTNIR?
ElMRElÐir'f
Heima hjá Sir Arthur gerðist sá atburður eitt sinn, að
nokkur blómahylki og myndarammi var flutt með einhverjum
dularmætti af arinhillunni og sett á gólfábreiðuna fyrir fratn-
an arininn. En á næsta tilraunafundi, sem Sir Arthur var
staddur á eftir þetta, kom framliðinn sonur hans, Kingsley
Doyle, og sagðist hafa flutt blómahylkin og myndarammann
til þess eingöngu að sýna foreldrum sínum og sanna, að
hann hefði verið staddur á heimilinu.
Ennfremur skýrði Sir Arthur frá því, að hann hefði verið
svo heppinn að eignast sjö minnisbækur Staintons Mósesar,
hins fræga miðils og prests, og hafði Móses skrásett þar
skilaboð frá öndum, sem hann hafði fengið á ýmsum tímum
og eftir margvíslegum farvegum. Minnisbækur þessar voru
einka-eign Mósesar, og hafði hann aldrei ætlast til, að neitt
úr þeim kæmi fyrir almenningssjónir. Undir einu skeytinu,
sem ritað hafði verið ósjálfrátt, stóð nafnið Benjamín Frank'
lín, með skýrri og karlmannlegri rithönd, og var samanundið
band undir nafninu. >Nú vildi svo til«, segir Sir Arthur,
>að ég átti í fórum mínum eintak af Frelsisskrá Bandarík)-
anna, með eiginhandarnafni Benjamíns Franklíns. Ég fle^‘
þegar upp skránni og bar rithöndina þar saman við rithönd-
ina í minnisbók Mósesar. Þarna var þá sama rithöndin me®
sama bandinu undir. Ég held því ekki fram, að rithöndin ’
minnisbókinni hafi verið rithönd Franklíns. Það er ef til vi
of langt gengið. En ég spyr aðeins: Er líklegt, að ráðinn og
roskinn prestur sé að eyða tímanum í að falsa rithönd Frank-
líns aðeins að gamni sínu? Því að engum var ætlað að a
að sjá þessar minnisbækur hans«.
Þá mintist ræðumaður á tilraunir hr. ]. Arthur FindlaVs
með miðilinn hr. Sloan. Fyrir miðil þenna voru lagðar spurn
ingar, 271 að tölu. Svaraði Sloan aðeins einni þeirra ska ,■
annari þannig, að ekki varð gengið úr skugga um, að re
væri svarað, hinum öllum rétt. Af þessum 269 svörum,
rétt voru, gat hugsast, að 100 væru þannig til komin, að mi
illinn hefði leitað upplýsinga í fjölfræðibækur og aðrar heim
ildir, en hin svörin, 169 alls, gat Sloan ekki með neinu mo ’
vitað eða útvegað sér.
Annað atvik, sem erfitt er að skýra á nokkurn. .^nnan ve