Eimreiðin - 01.07.1928, Page 95
eimreiðin
lifa LÁTNIR?
287
en spíritistar gera, gerðist ekki alls fyrir löngu. Tveir ungir
menn lögðu af stað á lítilli snekkju, sem hét »]olanthes 1
leiðangur meðfram ströndum Ástralíu. Ur þessum leiðangri
komu þeir aldrei aftur. Foreldrar piltanna voru harmi lostin
og leituðu til miðils í sorgum sínum. Fyrir munn miðils þessa
talaði annar sonur þeirra. Sagði hann, að skipið hefði lent 1
felliþyl og sokkið. Hann og bróðir hans hefðu báðir druknaO.
Svo hvíslaði hann lágt að föður sínum, svo að móðir hans
skyldi ekki heyra: »Það kom stór fiskur og át Harold*. tn
Harold var nafn hins bróðursins. Það virtust nú ekki mikil
líkindi til þess, að hægt yrði nokkurntíma að ganga úr skugga
um sanngildi þessara orða. En stuttu seinna veiddist griðar-
stór hákarl fram undan Geelong. í kviði hákarlsins fanst
reykjarpípa, peningar og nokkrir smámunir. Kom það 1 l]os,
að Harold, annar druknaði pilturinn, hafði átt mum þessa.
'Andstæðingar vorir reyna oft að skýra dulræn fyrir rig 1
með því, að um sé að ræða hugsanaflutning milli vitunda
hér megin grafar«, segir Sir Arthur. »Eigum vér þá að gera
ráð fyrir því, að hér sé um hugsanaflutning að ræða frá ha-
^arlinum?* bætir hann við.
Loks sneri ræðumaður sér að hinum svonefndu svikamiðl-
um með nokkrum orðum og bað áheyrendurna að láta ekki
{áein sjaldgæf svikafyrirbrigði draga athyglina frá mikilvægi
siálfs málsins, heldur að athuga staðreyndir, sem fyrir væru 1
óhemju ríkum mæli: Það eru til svikamiðlar alyeg eins og
H eru falsspámenn og svikarar í öllum stéttum þjóðfélagsins.
Hn fáist ekki um þá. Þeir leynast ekki til lengdar. Sú ákæra
hefur ennfremur verið borin fram gegn tilraunamönnum, að
heir særðu fram andana. Þetta eru hrein og bein ósannmdi.
^að eina, sem tilraunamenn geta gert, er að sjá um, að ski
Vrðin séu fyrir hendi til þess, að þeir handan að geti skirzt
á skeytum við oss, ef þeir óska. Það er margsannað, að þeir
hafa mikinn áhuga á því. í sannleika mundu þeir vilja hafa
samband við oss miklu oftar en vér getum veitt þeim viðtöku.
^að eru þeir, sem koma, en vér, sem tökum á móti. Enn er
sagt, að fyrirbrigðin stafi frá djöflinum. En er nú líklegt, að
ájöfullinn gangi um til þess að koma því inn hjá fólki, að
annað líf sé til eftir þetta, og hve mikið sé undir því komið