Eimreiðin - 01.07.1928, Side 101
eimreibin
VERALDARSÝN
293
III.
Innar! — enn dýpra’ en ást og hatur ná,
innar en dygðar blómi, synda ryð;
ríf tjaldið, gakk þú einn um opið hlið
hins insta djúps, með hjálparvana brá!
Seg mér, í hvaða heim þú fæddist þá;
hver heimssál tekur anda þínum við?
Lát hljóm þíns eðlis hverfa’ í lifsins nið,
er heilög ást skín geimsins morgni á.
Hin insta þrá er æðri’ en jarðneskt mál;
endalaus braut og takmark saman fer;
um allra himna hvolf skín dagsins bál,
og háflóð krafts að öllum ströndum ber;
þitt líf í Líf er sokkið, og þín sál
í Sál þess guðs, er einnig býr í þér.
Jakob Jóh. Smári íslenzkaði.
„Horfin ljúflingalönd“.
(F. W. H. Myers).
Frá Álasundi’ um nótt í norðurátt
núpanna roðni blámi hjaðna fer;
um Álasund vefst dýrðarbjarminn dátt,
er daga tengir, kvöld að morgni ber.
En fyrir neðan næturtjaldið háít
nafnlausar eyjar hvíldu’ um ósiglt ver;
og harmþung alda’ um yztu höfða gátt
sína’ endalausu þjóðbraut velti sér.
Orlögin héldu anda’; ég starði’ og sá
ár mín án hennar sem í draumi þar,
kynlega rósemd, — von, sem beið á brá,
blikandi kulda’, er lífið sveipað var; —
fjarlægir Sorgar firðir dreifðust þá,
Fagnaðar hólma birti’ á þöglum mar.
Jakob Jóh. Smári íslenzkaði.