Eimreiðin - 01.07.1928, Síða 103
eimreiðin
RADDIR
295
„My felicilations to ‘Eimreiðin". I see that you are giving space to
the younger authors who keep the name of Iceland, and her ancient
literary traditions, green in the world to-day“.
Þúsund ára afmæli alþingis 1930.
Úr bréfi frá fialldóri bókaverði Hermannssyni, Itliaca, New-York:
„ — — — Ég hef Iesið flest af því, sem um þetta afmæli hefur
verið skrifað, en það virðist lítið á því að græða. Þó skilst mér af því,
3Ö flestir séu þess hugar að færast sem mest í fang í tilefni af afmælinu,
en að gera það getur orðið til þess, að alt verði hálfkarað og ekkert
heilt. Mér hefur altaf fundist, að við ættum að sníða okkur stakk eítir vexti
í þessu sem öðru — hafa hátíðahaldið einfalt og óbrotið og smekklegt.
Þetta er sjálfsagða leiðin. Virðist nú líka að faerast værð á þá, sem
sízt hafa viljað stilla í hóf um viðbúnaðinn. Aðeins að værðin verði
ekki um of.
Meira af innlendum fróðleik.
Herra ritstjóri!
— Þegar ég las hina skemtilegu og fróðlegu ritgerð Odds Oddssonar
Skreið í I. hefti Eimreiðarinnar þ. á., kom mér í hug, hve mikil þörf
v*ri á að varðveita frá gleymsku sannar og réttar frásagnir frá ótal
öðrum menningarháttum og venjum úr liðnu lífi þjóðarinnar, sem nú eru
að hverfa eða alveg úr sögunni. Má þar til nefna „spekúlanta“-verzlunina
9ömlu, fráfærur, sem svo víða eru nú að leggjast niður, grasaferðir,
hákarlaveiðar í gamla daga og svo margt og margt fleira. Oddur Odds-
son hefur ritað um þrjú atriði sem þessi í Eimreiðina undanfarið, sbr.
Sreinar hans: í verinu, Fiskiróður fyrir fjörutíu árum og þá fyrnefndu,
en margt er eftir, eins og gefur að skilja. Ættu tímaritin okkar að flytja
sem mest af þessum innlenda fróðleik. Slíkt er vel þegið af almenningi
°9 hefur auk þess mikið menningarsögulegt gildi. H. V.
Eimreiðin mun hugsa eftir þessu framvegis sem hingað til og á t. d.
von á fleiri ritgerðum frá höfundi Skreiðar.
Úr bréfi undan Eyjafjöllum.
Lízt ekki á Laxness! Gildi ritdóma.
-----Fyrst ég fór að skrifa yður, verð ég að geta þess, að mér
•'kar ágætlega við Eimreiðina síðan hún komst í yðar hendur, og sama
Set ég sagt um þá, sem fá hana hjá mér. — Ritið er nú orðið fjölbreyttara