Eimreiðin - 01.10.1928, Qupperneq 9
EíMREIÐIN
Altarið.
i.
Jörðin var nýsköpuð og lá dreymandi
í lófa skaparans. Hann virti haná gaum-
gæfilega fyrir sér og brosti að hugs-
unum sínum.
Svo slepti hann henni, og hún valt
af stað eftir braut sinni meðal hnatta
himingeimsins.
Hún var full angistar og kvíða —
óttaðist þennan óendanlega dimma og
FriBrik Ásmundsson Drekkan. kalda 9eim, sem hún var komin inn í.
En hún var enn þá nýsköpuð, glóandi
Ur afli skaparans, og hún huldi sig í hvítleitum eim, og eld-
Urinn, sem geymdist í hjarta hennar, ólgaði og brauzt út úr
túsund gígum.
En geimurinn var ískaldur, og jörðin dró sig saman í
vanda sínum, hún varð hrukkótt, myndaði há fjöll og djúpa
úali. — í angist sinni og kvíða feldi hún mörg tár. Þau runnu
Sarnan, urðu að stríðum, straumhörðum elfum, lygnum fljótum,
slórum höfum og hæglátum stöðuvötnum. . . .
Hver getur lýst þeim djúpa, titrandi fögnuði, sem gagntók
l°rðina, þegar hún loksins fann á sér, að skapari hennar
bafði aftur litið í náð til hennar og gert hana frjósama, þegar
^ún í fyrsta sinn fann spírur lífsins kvika í skauti sínu og
læðast úr hinni svörtu mold!
Svo frábær var fögnuður hennar, að hún gætti sín ekki>
heldur sendi út eldregn úr öllum gígum og heitar regnskúrir
Ur öllum skýjum. En svo datt henni í hug, að nú hefði hún
[en9ið skyldur að rækja. Þessi ákafi fagnaðarins gat orðið
'^ttulegur lífinu, sem hún hafði fætt, en lífið — það fann
hún á sér — var aðalsmerki hennar, og hún, sem hafði verið
Svo Htilmótleg og lítilsigld, gat nú litið upp djarfmannlega
^eðal hnatta himingeimsins — hún vildi með engu móti
ttússa lífið, sem guð hafði gefið henni!